Hægt er að kaupa veitingar víðsvegar á háskólasvæðinu, hvort sem það er kaffibolli til að grípa á milli fyrirlestra eða heit máltíð til að borða í hádeginu.
Háma býður upp á fjölbreytt úrval af mat og drykk á háskólasvæðinu. Stærstu kaffistofur Hámu á Háskólatorgi, í Tæknigarði og Læknagarði bjóða upp á heitan rétt í hádeginu virka daga milli 11:30 - 13:30 og á öllum sölustöðum Hámu er hægt að fá súpu alla virka daga. Nemendur með stúdentakort fá afslátt af heitum mat, súpu og kaffikortum í Hámu.
Við flesta sölustaði Hámu er aðstaða sem má nýta til að hita nesti og opin rými þar sem hægt er að tylla sér á milli kennslustunda.
Til viðbótar við Hámu er að finna á háskólasvæðinu:
- Kaffistofur stúdenta í Haga og VR-II
- Súpustöðina í Veröld
- Veitingastaðinn Ými í Eddu
- Veitingastaðinn SÓNÓ
- Stúdentakjallarann
- og Bókakaffi stúdenta.
Gott er að hafa í huga að margar af veitingasölum á háskólasvæðinu eru opnar í samræmi við kennslutímabil.
Vegan
Félagsstofnun stúdenta rekur Hámu og Stúdentakjallarann þar sem boðið er upp á ýmsar veitingar fyrir grænkera og er það alltaf merkt sérstaklega. Í Hámu á Háskólatorgi og Tæknigarði eru tveir réttir dagsins í hádeginu og alltaf annar þeirra vegan. Að sama skapi þar sem boðið er uppá tvær súpur er alltaf önnur vegan. Veitingastaðurinn SÓNÓ í Norræna húsinu er einnig grænkeraveitingastaður.