Það eru nokkrir möguleikar fyrir nemendur sem vilja sinna námi sínu á háskólasvæðinu utan kennslustunda.
Opin lesrými eru opin öllum, lokuð lesrými eru ætluð nemendum HÍ og svo eru sérstakir möguleikar fyrir nemendur til að sinna hópavinnu. Þar að auki eru nokkur tölvuver á háskólasvæðinu.
Lesrými
Í Þjóðarbókhlöðu, Landsbókasafni Íslands - Háskólabókasafni, eru um 400 sæti við borð auk fjölmargra sæta við tölvur, lesvélar og í tón- og mynddeild. Auk þess eru hópvinnuherbergi á 3. og 4. hæð. Einnig eru nokkur sæti ætluð nemendum á öðrum bókasöfnum í byggingum Háskólans.
Í Gimli er góð lesaðstaða fyrir nemendur.
Opin lesrými og hópvinnuborð eru víða um háskólasvæðið, svo sem í Odda, Gimli, Öskju og á Háskólatorgi.
Á sumum fræðasviðum geta meistara- og doktorsnemar sótt sérstaklega um fasta lesaðstöðu á háskólasvæðinu en framboð á slíku er takmarkað og best að snúa sér til viðkomandi fræðasviðs fyrir upplýsingar.
Hópavinna
Nemendur geta bókað kennslustofu fyrir hópavinnu einu sinni í viku í allt að þrjá tíma án endurgjalds. Ef farið yfir þrjá tíma á viku þarf að greiða fyrir allan bókaðan tíma.
Athugið að beiðnir um stofur þurfa að berast á hefðbundnum vinnutíma og með minnst 4 klst. fyrirvara. Í beiðni verður að fylla út
- hi-netfang þess sem bókar (ef ekki innskráður)
- skrá nafn og númer námskeiðsins í lýsingu
Auk þess eru bókanleg hópvinnuherbergi á 3. og 4. hæð á Landsbókasafni Íslands - Háskólabókasafni.