Greinar um þetta efni

Bókasöfn

Bókasöfn er að finna á nokkrum stöðum á háskólasvæðinu. Ýmis þjónusta önnur en útlán er í boði og má þar nefna aðstoð við fræðileg skrif í Ritveri og aðgang að rafrænum gagnasöfnum

Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn

Landsbókasafnið er með safnkost á öllum efnissviðum og býður meðal annars upp á:

  • Lesaðstöðu.
  • Vinnuaðstöðu fyrir einstaklinga og hópa.
  • Útlán á fjölbreyttum safnkosti.
  • Vandaða upplýsingaþjónustu á virkum dögum     

Hægt er að bóka fræðslu fyrir nemendur hjá sérfræðingum safnsins sem hafa það að markmiði að kynna þjónustu, safnkost og auka upplýsingalæsi og færni í akademískum vinnubrögðum.

Bókasafn Lagadeildar

Bókasafn Lagadeildar er staðsett á 3. hæð í Lögbergi og er þar að finna stærsta lagabókasafn landsins.

Safnið er opið öllum en safngögn eru almennt ekki lánuð út nema til nemenda og kennara Lagadeildar HÍ.

Heilbrigðisvísindabókasafn LSH og HÍ

Safnið er staðsett í Eirbergi og er safnkosturinn einkum á sviði heilbrigðisvísinda.

Safnið veitir starfsfólki LSH sem og nemendum og kennurum við Heilbrigðisvísindasvið aðgang að þekkingu sem þau þurfa í námi og starfi.

Norræna húsið

Í Norræna húsinu er bókasafn sem nýtist nemendum og kennurum í norrænum tungumálum.

 

Var þessi grein gagnleg?
0 af 0 fannst þessi grein gagnleg