Nemendur geta tekið á leigu skápa undir eigin muni. Skáparnir eru staðsettir Í Tröð sem er á milli Háskólatorgs og Gimli. Leigugjald er 1.500 krónur fyrir hvert misseri.
Því miður er takmarkað magn af skápum til leigu og því gildir reglan fyrstur kemur, fyrstur fær. Þjónustuborð á Háskólatorgi sér um útleigusamning, tekur við greiðslu og afhendir lykil að skáp.
Athugið að HÍ getur ekki borið ábyrgð á verðmætum sem nemar geyma í skápum.
Hvenær/hvernig skila ég skáp í lok leigutíma?
Skápur skal vera hreinn og tómur eða eins og hann var þegar tekið var við honum.
Lykli skal skilað á Þjónustuborðið Háskólatorgi í lok misseris eða eigi síðar en:
- 20. desember á haustmisseri
- 31. maí á vormisseri
- 20. ágúst vegna sumartímabils
Ef lykli er ekki skilað tímanlega þarf að greiða 1.500 krónur aukalega.
Reglur um útleigu á skápum
- Upplýsingar um leigu á munaskáp er hægt að fá hjá Þjónustuborði HÍ á Háskólatorgi.
- Skáparnir eru eingöngu til leigu fyrir nemendur í Háskóla Íslands.
- Til að fá lykla að munaskáp þá verður viðkomandi að koma á Þjónustuborð á HT til að fá lykla afhenta og til að veita nauðsynlegar upplýsingar.
- Leiga á skáp er 1.500 kr. fyrir hverja önn.
- Skila skal lykli fyrir hvern skáp í lok hverrar annar. Nemendum ber að skila lyklum eigi síðar en 20. des vegna haustmisseris, 31.maí vegna vormisseris og 20.ágúst vegna sumartímabils.
- Ef lykli er ekki skilað tímanlega þarf viðkomandi að greiða auka 1.500 kr. gjald.
- Þegar lykli er skilað skal skápur vera hreinn og tómur eða eins og hann var þegar tekið var við skápnum.
- Ef nemendur verða uppvísir að skemmdum á nemendaskápum verða þeir krafðir um greiðslu vegna tjónsins.
- Ef brotist er inn í skáp þá ber HÍ ekki ábyrgð á munum sem voru í skápnum.
- HÍ áskilur sér rétt til leitar í nemendaskápum ef nauðsyn krefur svo sem ef grunur leikur á að öryggi nemenda sé í húfi eða að ólögmætir hlutir reynist í nemendaskáp.
- Öll umsjón með lyklum og skápum er á Þjónustuborði HÍ á Háskólatorgi.
Frekari upplýsingar og aðstoð
Þjónustuborð HÍ
Háskólatorgi
mán. - fim. 8:30 - 16:00
fös. 8:30-15:00
525-4000