Greinar um þetta efni

Rafræn gagnasöfn

Nemendur og starfsfólk Háskóla Íslands hafa aðgang að ýmsum rafrænum gagnasöfnum og stórum söfnum rafbóka. Til að nýta þann aðgang þarf einungis að vera tengdur háskólanetinu.

Leidarvisar.is

Á leiðarvisar.is er að finna leiðarvísa um heimildir í einstökum fræðigreinum, heimildavinnu og aðrar hagnýtar leiðbeiningar. Þar geta nemendur til dæmis fundið upplýsingar um hvaða gagnasöfn henta best fyrir hvert fræðasvið þegar leita skal að rafrænum heimildum.

Skemman

Skemman er rafrænt gagnasafn í opnum aðgangi sem heldur utan um lokaverkefni nemenda og rannsóknarrit kennara og fræðimanna.

Aðgangur að rafrænum gagnasöfnum utan háskólasvæðisins

Nemendur og starfsfólk HÍ hefur aðgang að gagnasöfnum gegnum háskólanetið. Viljir þú nýta aðgang Háskóla Íslands og Landsbókasafns – Háskólabókasafns að hinum ýmsu gagnasöfnum er hægt að setja upp svokallaða VPN-tengingu sem veitir þér aðgang þegar þú ert utan háskólasvæðisins.

Snara er hægt að nota með því að skrá sig inn með Uglu aðgangi og því óþarfi að nota háskólanetið. Veljið "Meira "→ "Innskráning" → "Innskrá með Microsoft".

Einnig býðst nemendum og starfsfólki að fá háskólanetið heim.

 

Var þessi grein gagnleg?
0 af 0 fannst þessi grein gagnleg