Greinar um þetta efni

Stúdentaíbúðir

Nemendur við Háskóla Íslands geta sótt um leiguhúsnæði sem ætlað er námsmönnum. Félagsstofnun stúdenta rekur Stúdentagarða á háskólasvæðinu. Nemendum HÍ býðst einnig að sækja um íbúðir hjá Byggingafélagi námsmanna sem staðsettar eru víðsvegar um höfuðborgarsvæðið.

Allir nemendur í leiguhúsnæði geta kannað hvaða rétt þeir eiga á húsaleigubótum í reiknivél húsnæðisbóta á island.is.

Stúdentagarðar

Stúdentagarðar bjóða upp á mismunandi leiguhúsnæði í nágrenni við Háskóla Íslands. Húsnæðið er af ýmsum stærðum og gerðum, bæði einstaklingsherbergi, stúdíóíbúðir og íbúðir.

Allar nánari upplýsingar eru á vef Stúdentagarða.

Byggingafélag námsmanna

Byggingafélag námsmanna býður upp á leiguhúsnæði fyrir nemendur á Höfuðborgarsvæðinu og í Hafnarfirði. Ekki er skylda að vera nemandi við Háskóla Íslands til að sækja um íbúð þar.

Allar nánari upplýsingar eru á vef Byggingafélags námsmanna.

Var þessi grein gagnleg?
0 af 0 fannst þessi grein gagnleg