Háskólinn hvetur nemendur og starfsfólk til að nýta vistvæna samgöngumáta í ferðum til og frá háskólasvæðinu, hvort sem er reiðhjól, rafskútur, strætó eða tvo jafnfljóta.
Strætókort með nemaafslætti
Háskólanemum býðst að kaupa fargjöld Strætó með nemaafslætti. Leiðbeiningar um hvernig þú virkjar afsláttinn og kaupir tímabilskort má finna á vef Klappsins.
Nemendum á landsbyggðinni er bent á upplýsingar á vef Strætó.
Strætó á háskólasvæðinu
- Strætisvagnar stoppa við flestar byggingar skólans.
- Á Háskólatorgi er skjár sem sýnir staðsetningu vagna í rauntíma ásamt komum og brottförum á stoppistöðvum Háskólans við Suðurgötu og Hringbraut.
Á Þjónustuborðinu Háskólatorgi er hægt að kaupa klappkort og klapp tíur.
- Klappkort er tómt snjallkort sem hægt er að fylla á inneign í gegnum vef Klappsins fyrir þá sem vilja frekar nota kort heldur en app í strætó.
- Klapp tía er pappaspjald með tíu fargjöldum. Ekki er hægt að fylla á Klapp tíur og þær eru ekki með nemaafslætti.
Kynntu þér leiðakerfið og tímatöflur á vef strætó.
Reiðhjól og rafskútur
Hjólastandar eru við allar byggingar skólans auk þess sem finna má yfirbyggt hjólaskýli við Lögberg og VR II. Við Háskólatorg, VR II og í Stakkahlíð er enn fremur að finna viðgerðastanda ef eitthvað smálegt þarf að laga á hjólinu þínu.
Göngu- og hjólastígakerfi höfuðborgarsvæðisins
Bílastæði og samnýting ferða
Þau sem koma á bíl á háskólasvæðið eru hvött til að samýta ferðir (e. carpooling) með vinum og kunningjum ef hægt er. Á Uglunni er hægt að sjá nánari útlistanir á þessum möguleika og mynda hópa um samnýtingu bíla.
Á næstu misserium verður gjaldskylda bílastæða á háskólasvæðinu aukin.
Vatnsmýri
- Við Hringbraut við Stapa
- Í skeifunni við Aðalbyggingu (gjaldskylda)
- Fyrir aftan Aðalbyggingu (aðeins fyrir starfsfólk)
- Við Sæmundargötu, Lögberg og Nýja-Garð (gjaldskylda milli Nýja-Garðs og Gimli)
- Sturlugötu við Odda og Öskju
- Við Árnagarð og Suðurgötu.
- Sérmerkt stæði eru fyrir fatlaða við allar byggingar.
Vesturbær
- Við Landsbókasafn – Háskólabókasafn
- Háskólabíó
- VR-byggingar
- Tæknigarð
- Haga við Hofsvallagötu
- Sérmerkt stæði eru fyrir fatlaða við allar byggingar.
Hringbraut
- Gjaldskylda er á bílastæðum Landspítalans við Eirberg og Læknagarð, frekari upplýsingar um gjaldtöku má finna á heimasíðu Landspítala.
- Nemendur og starfsfólk með aðsetur í þeim byggingum getur snúið sér til mannaudurhvs@hi.is fyrir frekari upplýsingar vegna daglegrar notkunar.
Stakkahlíð - Skipholt
- við Stakkahlíð
- Háteigsveg
- Bólstaðarhlíð
- Sérmerkt stæði eru fyrir fatlaða.