Hvernig nota má þjónustumiðjuna
Þjónustumiðjan er upplýsingavefur sem inniheldur mikið magn efnis þar sem notendur geta fundið svör við flestum spurningum er varða starfsemi og þjónustu Háskólans. Áður en fyrirspurn er send inn er því góð regla að leita fyrst að svörum á síðunni.
Ef svarið finnst ekki má senda inn almenna fyrirspurn með því að smella á takkann Senda fyrirspurn efst til hægri á síðunni.
Fyrir sérhæfðari málefni er hægt að velja viðeigandi fyrirspurnarform með því að smella á takkann Þjónusta neðst á síðunni og velja þar tiltekið form. Það tryggir að beiðnin berist réttri þjónustueiningu strax.
Að lokum er einnig, líkt og áður, hægt að hafa samband með því að senda tölvupóst beint á viðkomandi þjónustueiningar ef það hentar betur í hverju tilviki.