Eigendur hópa hafa aðgang að ýmsum stjórntækjum fyrir hópana.
Smellið á þrí-punktinn hjá teyminu og síðan á "Stjórna hópi". Hér að neðan útskýrum við lauslega hvað er að finna undir hvorum lið::
- Meðlimir (Members): Hér eru allir sem hafa aðgang að hópnum. Hægt að breyta hlutverki þeirra sem hafa aðgang. Bætt við og eyða meðlimum.
- Ef bæta á aðilum utan HÍ við hópinn (og hópurinn er stofnaður sem "Gestir") þá þarf að slá inn fullt netfang aðilans. Stundum þarf að opna https://myaccount.microsoft.com/groups og bæta við ytri notendum þar.
- Beiðnir í bið (Pending requests): Hér er listi yfir þá sem hafa sótt um aðgang með því að smella á hlekkinn fyrir teymið. Hér eru þau samþykkt í hópinn eða neitað um aðgang.
- Rásir (Channels): Hver hópur er alltaf með eina sjálfgefna rás sem heitir „Almennt“. Hér er hægt að bæta við fleiri rásum og stilla þær sem fyrir eru.
- Undir "Stillingar" má finna eftirfarandi stillingar:
- Heiti hóps: Hér er hægt að breyta nafninu á hópnum.
- Lás/Persónuvernd: Hér er stillt hvort eigendur geti bætt við notendum í hópin eða hvort hópurinn sé opin öllum innan Háskólans.
- Hópmynd: Hér er hlaðið inn eða breytt táknmynd (notandamynd) hópsins.
- Þátttakendaheimildir (Member permissions): Hér er stillt hvaða heimildir meðlimir hafa. Á t.d. venjulegur meðlimur að geta eytt skilaboðunum sínum?
- Gestaheimildir (Guest permissions): Gestir eru þeir sem eru hluti af hóppnum en eru ekki með HÍ netfang.
- @merkingar (@mentions): Hægt er að merkja alla í hópnum eins og t.d. með því að skrifa @team og svo skilaboð. Þá fá allir tilkynningu um ný skilaboð sem eru í hópnum. Hér eru stillt hvort leyfa eigi meðlimum að gera þetta fyrir allan hópinn eða einstaka rásir.
- Kóði hóps (Team code): Hér er hægt að nálgast kóða fyrir hópinn sem hægt er að senda á notendur og þá fá þeir beinan aðgang í hópinn. Þá þarf ekki að samþykkja aðgangsbeiðnir heldur fara þeir beint inn í hópinn smelli þeir á kóðann. Þetta virkar ekki fyrir notendur utan HÍ.
- Skemmtilegt efni (Fun stuff): Hér eru stillingar um hvort leyfa eigi GIF myndir, emoji, meme ofl. Oftast er þetta allt leyft til að hafa hópana skemmtilega.
- Greining (Analytics): Hér er að finna ýmsa tölfræði fyrir notkun á hópnum.
- Forrit (Apps): Hér er yfirlit yfir þau forrit sem hópurinn getur nýtt sér. Hægt er að bæta við fleiri forritum og eyða þeim sem fyrir eru.
Frekari upplýsingar og aðstoð
Tölvuþjónustan Háskólatorgi
mán-fim 08:30-16:00
fös 08:30-15:00
hjalp@hi.is
525-4222