Hægt er að spjalla við einn eða fleiri í Teams undir "Spjall" (Chat). Ef þegar er til hópur í kringum verkefnið sem spjalla á um eða ef senda á fyrirspurn á hóp sviðs eða deildar er betra að fara beint í spjall þess hóps undir „Teymi“ (Teams).
Til þess að stofna spjall þá þarf að smella á "Spjall" (Chat), næst er smellt á blað og blýants merkið og að lokum er öllum bætt við í spjallið:
Í spjallinu getur þú:
- Gefið spjallinu nafn.
- Deilt skjölum og séð skjöl sem hefur verið deilt í spjallið.
- Bætt við flipa (viðbætur).
- Bætt nýju fólki inn í spjallið.
- Hafið myndsamtal.
- Hringt.
- Deilt skjánum þínum.
Frekari upplýsingar og aðstoð
Tölvuþjónustan Háskólatorgi
mán-fim 08:30-16:00
fös 08:30-15:00
hjalp@hi.is
525-4222