Svona eru hópar búnir til. Þessar leiðbeiningar eru fyrir Teams en hægt er að stofna hópa á fleiri stöðum en við mælum með þessari leið.
- Opnaðu Teams (forrit eða í vafra)
- Smelltu á Stofna Teymi og fylltu út reitina:
- Titill er nafnið á hópnum. Athugið að hafa titilinn skýran og lýsandi því allir í HÍ munu geta séð þetta nafn (þó þeir hafi ekki aðgang að hópnum).
- Tegund getur annað hvort verið Teymi Gestir - HI eða Teymi Innri - HI, veldu það sem við á:
- Teymi Gestir - HI velurðu ef þú þarft að geta boðið utanaðkomandi gestum í teymið sem ekki eru í Menntaskýinu
- Teymi Innri - HI velurðu ef þú vilt ekki að utanaðkomandi gestum geti verið boðið í teymið, t.d. af öryggisástæðum
- Lýsing: Settu hér inn lýsingu á hópnum. Gott er að hafa hana skýra svo notendur átti sig á tilgangi þessa hóps.
- Hafðu hakað í „Virkja Teams“ nema þú viljir ekki að teymið stofnist einnig í Teams.
- Smelltu á „Stofna“ til að stofna teymið, það getur tekið nokkrar mínútur að stofnast.
- Þá ættirðu að sjá nýja teymið þitt undir Teymi á Teams en það getur tekið nokkra mínútur áður en hópurinn birtist í valinu.
- Ef bæta á aðilum utan HÍ við hópinn (og hópurinn er stofnaður sem "Gestir") þá þarf að slá inn fullt netfang aðilans. Stundum þarf að opna https://myaccount.microsoft.com/groups og bæta við ytri notendum þar.
Frekari upplýsingar og aðstoð
Tölvuþjónustan Háskólatorgi
mán-fim 08:30-16:00
fös 08:30-15:00
hjalp@hi.is
525-4222