Það eru nokkrar leiðir til að stilla hvenær og hvert þú færð tilkynningar frá hópum í Teams. Hér er sýnt hvernig þú stillir tilkynningar almennt og svo hvernig þú stillir tilkynningar frá einstökum rásum í hópunum.
Tilkynningar almennt
- Smelltu á þrí-punktinn efst í hægra horni og veldu „Stillingar“:
- Hér eru tveir möguleikar sem snúa að tilkynningum
- Sýna í Virkni: Þú færð tilkynningu undir "Aðgerðir" (Activity).
- Borði: Þú færð tilkynningu sem borða (popup) í tölvunni.
- Slökkt: Færð enga tilkynningu.
- Tölvupóstar um aðgerðir sem þú misstir af: Hér getur þú valið að fá tölvupóst ef það eru einhverjar tilkynningar sem þú hefur misst af.
Tilkynningar frá rásum
- Smelltu á punktana þrjá hjá þeirri rás sem þú vilt stilla tilkynningar fyrir og smelltu á „Tilkynningar fyrir rás“:
- Veljið hér hvar og hvernig þið viljið fá tilkynningar fyrir rásina.
- Allar nýjar færslur: Þegar einhver byrjar á nýrri umræðu (færslu) þá getur þú valið að fá tilkynningu.
- Hafa öll svör með: Hakaðu hér ef þú vilt einnig fá tilkynningar við ný svör í færsluna.
- Ummæli á rásum: Hér er átt við þegar einhver merkir þig eða rásina alla (eða hópinn) með @ merki að þá getur þú valið hér hvort og hvernig þú færð tilkynningu.
Sérsníða tilkynningar á Samsung snjalltækjum
Á nýlegum Samsung snjalltækjum hefur stundum þurft virkja stillingu í stýrikerfinu til að fá að sérsníða (custom) Teams tilkynningarnar:
- Opnið "Stillingar" (Settings) → "Tilkynningar" (Notifications) → "Ítarlegar stillingar" (Advanced settings):
- Hafið hakað við "Stjórna tilkynningarflokkum fyrir hvert forrit" (Manage notification categories for each app):
- Nú birtist valmöguleikinn "Tilkynningarflokkar" (Notification categories) undir Teams tilkynningunum í stýrikerfinu:
- Hér er hægt að stilla tilkynningarnar ítarlega:
Frekari upplýsingar og aðstoð
Tölvuþjónustan Háskólatorgi
mán-fim 08:30-16:00
fös 08:30-15:00
hjalp@hi.is
525-4222