Greinar um þetta efni

Yfirlit yfir teymi í Teams

Undir "Teymi" (Teams) flipanum í Teams er hægt að finna þau svæði sem hver og einn hópur á.

Möguleikarnir sem birtast á rásunum eru (sjá númer á mynd):

  1. Undir „Hóparnir þínir“ (Your teams) eru allir þeir hópar sem viðkomandi tilheyrir og undir hverjum hóp er ein „Almennt“ (General) rás og svo þær rásir sem búnar hafa verið til af meðlimum hópsins.
  2. Í „Færslur“ (Posts) flipanum er spjallborð rásarinnar. Spjallið er byggt upp af þráðum svo hvert umræðuefni eða fyrirspurn fær sinn þráð.
  3. Undir „Files“ er að finna þau skjöl sem deilt hefur verið á rásina.
  4. „To do“ hefur verið bætt inn á þessari rás sem er tenging við planner og heldur utan um verkefni sem er í vinnslu.
  5. Í „Staff Notebook“ er hægt að bæta inn OneNote til að setja inn punkta og fleira.
  6. Hægt er að smella á „+“ til að bæta inn fleiri flipum, skjölum og tengingum við ýmiss öpp.hópaútlit 1.png

Undir punktunum þremur aftan við hvern hóp í hópalistanum er að finna ýmsar stillingar fyrir hópinn:

  1. Að „Fela“ (Hide) felur hópinn. Hann færist neðst í hópalistanum undir „Faldir hópar“ (Hidden teams).
  2. Undir „Stjórna hópi“ (Manage team) er meðlimalisti hópsins (Members), yfirlit yfir rásir (Channels) og öpp (Apps). Eigendur hópsins sjá líka fólk sem er að biðja um aðgang (Pending requests) og þau geta breytt ýmsum stillingum fyrir hópinn og hvaða aðgang meðlimir hafa.
  3. Bætið við meðlimi með því að smella á „Bæta við aðila“ (Add member).
  4. Bætið við rás (Channel) með því að smella á „Bæta við rás“ (Add channel).
  5. „Fá tengil fyrir hóp“ (Get link to team) útbýr hlekk á hópinn.
  6. Til að yfirgefa hópinn er smellt á „Hætta í hópi“ (Leave the team) .
  7. Hægt er að stofna merki sem lætur ákveðna aðila fá tilkynningu sjálkrafa þegar sett er inn @[merki]. Smellið á „Stjórna merkjum“ (Manage tags).
  8. Eigendur hópsins geta eytt hópnum með „Eyða hópi“ (Delete team).hópaútlit 2.png

Undir punktunum þremur hægra megin við flipana í hópnum er einnig að finna nokkra möguleika:

  1. Sjá nýjustu þráði efst eða neðst á skjánum.
  2. Smellið á „Tilkynningar fyrir rás“ (Channel notifications) til þess að stilla hvaða tilkynningar berast.
  3. Smellið á „Festa“ (Pin) til þess að festa rásina (channel) efst í hópayfirlitinu.
  4. Stjórnendur sjá „Stjórna rás“ (Manage channel) þar sem hægt er að stilla hverjir geta búið til innlegg í hópnum og hægt að fá almenna tölfræði um hópinn.
  5. Smellið á „Ná í netfang“ (Get email address) til að nálgast netfangið fyrir rásina.
  6. Veljið „Ná í tengil á rás“ (Get link to channel) til a útbúa hlekk á rásina.
  7. Veljið „Verkflæði“ (Connectors) til að tengja öpp við rásina.hópaútlit 3.png

Frekari upplýsingar og aðstoð

Tölvuþjónustan Háskólatorgi
mán-fim 08:30-16:00
fös 08:30-15:00
hjalp@hi.is
525-4222

Var þessi grein gagnleg?
0 af 0 fannst þessi grein gagnleg