Greinar um þetta efni

Teams símtöl og hringi biðraðir

Hægt er að hringja í Teams undir "Símtöl" (Calls) flipanum:

    • Hraðval: Hægt er að bæta við notendum í hraðvalið með því að smella á plúsinn efst til hægri í hraðvalshlutanum.
    • Ferill: Í Ferlinum sést sagan yfir síðustu hringingar. Efst er hægt að flokka þær niður eftir t.d. ósvöruð símtöl, talhólf o.s.frv.
    • Tengiliðir: Efst til vinstri er "Sýna tengiliði" (Show contacts). Þar má finna alla vistaða tengiliði. Einnig tengiliði sem bættir hafa verið við annarsstaðar í Office eins og t.d. í gegnum Outlook:símtöl 1.png

Til að hringja beint í símanúmer þá þarf aðeins að slá því inn og smella á "Hringja" (Call) hnappinn. Ef hringt er innan Háskólans þá þarf aðeins að slá inn öftustu fjórar tölurnar í númerinu t.d. 4222 til að hringja í 525-4222. Vinnunúmer starfsfólks sést undir takkaborðinu:símtöl 2.png

Stillingar

Með því að smella á þrí-punktinn og "Stillingar" (Settings) og síðan "Símtöl" (Calls) er hægt að stilla símhringingar, símsvörun og fleira.

Ef ekkert heyrist úr eða í hljóðtækinu þá skal kanna hvort að tækin séu tengd og prufa að "Hringja prufusímtal" (Make a test call) undir "Stillingar" (Settings) → "Tæki" (Devices). Prufið að breyta um hátalara eða hljóðnema ef ekkert heyrist:símtöl 4.png

Hringi biðröð (Call queue)

Deildin getur beðið um sameiginlegt númer og bætt meðlimum í hringi biðröð (call queue) með því að hafa samband við Upplýsingatæknisvið.

Til að kveikja eða slökkva á hringi biðröðinni þá þarf að smella á þrí-punktinn og síðan á "Stillingar" (Settings) → "Símtöl" (Calls) → Hér er sameiginlega símanúmerið valið og hakað við móttöku úr biðröðinni.símtöl 3.png

Frekari upplýsingar og aðstoð

Tölvuþjónustan Háskólatorgi
mán-fim 08:30-16:00
fös 08:30-15:00
hjalp@hi.is
525-4222

Var þessi grein gagnleg?
0 af 0 fannst þessi grein gagnleg