Nú geta kennarar búið til Teams fjarfundi fyrir námskeiðin sín á mjög einfaldan hátt. Þannig geta þeir boðað alla nemendur, ákveðna hópa af nemendum og jafnvel bara kennara á hverju námskeiði á fjarfund í tveim skrefum.
Hægt er að sjá hvernig Teams fundur er stofnaður í gegnum Canvas á leiðbeiningarsíðu Kennslusviðs.
- Smelltu á Teams táknið við námskeiðið á forsíðu Uglunnar:
- Þá opnast þetta form þar sem þú ákveður titil, hvenær fundurinn er og hverjir eiga að fá fundarboð. Smellið því næst á „Senda fundarboð“:
- Þeir sem boðaðir eru á fundinn fá tölvupóst með tengli á fjarfundinn. Viðkomandi getur einnig svarað því hvort hann komist á fundinn eða ekki. Allir sem boðaðir eru á fund sjá hann einnig í Office dagbókinni sinni og þar er einnig tengill á fjarfundinn:
Frekari upplýsingar og aðstoð
Tölvuþjónustan Háskólatorgi
mán-fim 08:30-16:00
fös 08:30-15:00
hjalp@hi.is
525-4222