Greinar um þetta efni

Teams talhólf

Hægt er að taka upp sérsniðna talhólfs kveðju í Teams. Athugið að HÍ er með sjálfgefna kveðju á íslensku sem starfsfólk getur ekki sjálft tekið út og Teams spilar kveðju á ensku sem ekki er hægt að taka út.

Við mælum með að sem flestir noti Háskólatalhólfskveðjuna en ef nauðsynlegt þykir að hafa aðra kveðju á íslensku getið þið fylgt þessum leiðbeiningum. Kveðjan ykkar kemur þá á milli sjálfgefnu íslensku kveðjunnar og ensku kveðjunnar.

Þið getið sent póst á help@hi.is ef þið viljið láta taka sjálfgefnu íslensku kveðjuna út en því miður er það ekki hægt eins og er með ensku kveðjuna. 

Taka upp talhólfs kveðju

  1. Smellið á þrípunktinn (...) uppi í hægra horninu í Teams og veljið "Stillingar" (Settings).
  2. Veljið "Símtöl" (Calls) á vinstri valmynd og staðsetjið dálkinn "stjórna talhólfskilaboðum" (Manage voicemail.
  3. Nú er komið að því að taka upp skilaboð. Smellið á "Taka upp kveðju" (Record custom greeting). Það spilast rödd sem leiðbeinir ykkur í gegnum ferlið:talholf 1.png
  4. Smellið á 1 til þess að taka upp almenn skilaboð. Ef smellt er á 2 þá eru tekin upp skilaboð sem spilast þegar viðkomandi er merktur fjarverandi (Out of office) í Teams/outlook:talholf 2.png
  5. Smellið nú á 1 til að taka upp skilaboð og smellið á # að upptöku lokinni.
  6. Ef skilaboðin hafa heppnast má smella á 1. Ef upptakan heppnaðist ekki má smella á 2 til að taka skilaboðin aftur upp.
  7. Að lokum er smellt á stjörnu til að hætta.

Talhólfskilaboðið mun spilast þegar talhólfið er virkt.

Talhólfsstillingar

Hægt er að stilla eftirfarandi stillingar fyrir talhólfið undir Stillingar (Settings)→Símtöl(Calls)→"Stjórna talhólfsskilaboðum" (Manage voicemail):

  • Tungumál: Hér er mælt með að hafa sjálfvalið. Íslenska er ekki í boði.
  • Virkni þegar símtal áframsent er í talhólf: Hér er hægt að velja hvað gerist þegar innhringjandi er vísað á talhólfið
  • Sérsniðin kveðja: Hér birtist komma (,) sjálfkrafa. Það er ekki æskilegt að taka hana út nema ef viðkomandi vill að nafnið sitt sé lesið upp á bjagaðri ensku.kveðja 2.png

Undir "Meðhöndlun og flutningur símtala"(Call handling and forwarding) er valið hvort áframsent er á talhólfið þegar símtali er ekki svarað.

Fjarveru talhólfs stillingar

Undir "Stjórna fjarveruskilaboðum í talhólfi" (Manage out-of-office voicemail) er hægt að stilla hvenær fjarveruskilaboð eru spiluð.

  • Alltaf
  • Þegar kveikt er á sjálfvirkum svörum í Outlook
  • Þegar ég er með fjarveru skráða í dagbókinni minni (viðburður merktur með "Fjarverandi" (out-of-office) í Outlook)

Undir sérsníðinn kveðja er mælt með að skrifa kommu (,) ef viðkomandi vill að nafnið sitt sé ekki lesið upp á bjagaðri ensku.kveðja 3.png

Frekari upplýsingar og aðstoð

Tölvuþjónustan Háskólatorgi
mán-fim 08:30-16:00
fös 08:30-15:00
hjalp@hi.is
525-4222

Var þessi grein gagnleg?
0 af 0 fannst þessi grein gagnleg