Greinar um þetta efni

Nýtt starfsfólk - hagnýtar upplýsingar

Velkomin til Háskóla Íslands!

Við erum glöð að fá þig í hópinn og vonum að þér líði vel á nýja vinnustaðnum. Hér eru ýmsar gagnlegar upplýsingar sem munu hjálpa þér að aðlagast betur.

Notendanafn og netfang

Þegar þú hefur störf hjá HÍ færðu úthlutað notandanafni og netfangi sem þú notar í

  • Uglu
  • Smáuglu appinu
  • Tölvupósti
  • Office 365 
  • Nettengingu

Ugla

Ugla er innri vefur Háskóla Íslands þar sem meðal annars er hægt að nálgast

Orri/Vinnustund

Vinnustund er tímaskráningarkerfi sem Háskóli Íslands notar. Allt starfsfólk fyrir utan akademískt, notar Vinnustund til að skrá sig í og úr vinnu. Það er hægt að gera í gegnum Uglu og snjallforritin Smáuglu og Smástund. 

Akademískt starfsfólk

Undir akademískt starfsfólk teljast prófessorar, dósentar, lektorar, vísindamenn, fræðimenn og sérfræðingar.

Alþjóðlegt starfsfólk

International Staff Services veitir aðstoð við dvalar- og atvinnuleyfisumsóknir starfsfólks HÍ og atvinnuleyfi nemenda vegna tímabundinnar vinnu við HÍ. Einnig veita þau aðstoð við skráningu íbúa frá löndum innan EES á Íslandi.

Samgöngur og samgöngusamningur

Starfsfólk í 50% starfshlutfalli eða meira getur gert samgöngusamning við skólann. Samningurinn felur í sér að ferðast til og frá vinnu með vistvænum hætti, þrisvar í viku. Valin er annað hvort niðurgreiðsla á strætókorti eða frír aðgangur að íþróttahúsi HÍ við Sæmundargötu.

Starfsfólki HÍ stendur til boða afnot af rafbifreiðum og hjólum til að sinna vinnutengdum erindum á vinnutíma á höfuðborgarsvæðinu.

Strætóleiðir 1, 3, 6, 11, 12 og 15 fara um Háskólasvæðið í Vesturbænum, hægt er að sjá meira á vef Strætó. 

Starfsmannakort

Starfsmannakort veitir þér aðgang að byggingum háskólans og prenturum. Kortið er eign Háskólans og á aðeins að vera notað af þeim sem því er úthlutað.

Félagslíf

Á háskólasvæðinu er margt í gangi og viðburðir eru auglýstir á Uglu. Viðburðir sem þú getur tekið þátt í eru meðal annars:

  • árshátíð fyrir starfsfólk og maka þeirra
  • viðburðir starfsmannafélaga
  • reglulegir háskólatónleikar
  • jólahugvekja og jólaball fyrir starfsfólk og nemendur

Þjónustuborð 

Þjónustuborð HÍ á Háskólatorgi aðstoðar og þjónustar starfsfólk og nemendur við ýmis konar hluti, til dæmis aðgang að íþróttahúsi og kaup á matarmiðum.

Persónuafsláttur og séreignarsparnaður

Til að nýta persónuafslátt hjá HÍ þarf að sækja "yfirlit til launagreiðanda" á vef skattsins og senda til launadeildar, laun@hi.is. 

Ef þú vilt nýta séreignarsparnað, skráir þú HÍ sem launagreiðanda hjá séreignasjóðnum þínum.

Háskólasvæðið

Stéttarfélög og BHM samtök

Stéttarfélög og BHM bjóða upp á ýmsa styrki t.d. fyrir líkamsrækt, heilsumeðferðum og starfsþróun. Aðild í stéttarfélagi er tilgreind á ráðningarsamningi. 

Fæðisfé og matarmiðar

Starfsfólk í a.m.k. 80% starfshlutfalli fær annaðhvort fæðisfé eða matarmiða. Hægt er að kaupa matarmiða á þjónustuborði á Háskólatorgi. Matarmiðarnir gilda sem inneign í Hámu, Veröld, Salatbarnum, Maikai á Háskólatorgi og Stúdentakjallaranum. Einn matarmiði gildir sem réttur dagsins í Hámu. 

Annað

Gott er að kynna sér einnig 

Við vonum að þessar upplýsingar hjálpi þér að aðlagast nýja vinnustaðnum og njóta þess að starfa hjá Háskóla Íslands. 

Var þessi grein gagnleg?
0 af 0 fannst þessi grein gagnleg