Háskóli Íslands hefur til umráða 27 herbergi á 3. hæð í norðurálmu Sögu og eru þau ætluð fræðafólki sem kemur til samvinnu við Háskólann í skamman tíma.
Einungis er hægt að leigja herbergi þeim sem hefur tengsl við Háskólann og eingöngu starfsfólk HÍ getur bókað herbergi fyrir sína gesti í gegnum bókunarvef. Lágmarksleigutími er þrjár nætur.
Herbergin
Öll herbergin eru tveggja manna með sérbaðherbergi og eru leigð með sængurfatnaði og handklæðum.
Herbergin eru aðeins þrifin á milli gesta og eru þau hvorki þrifin né skipt um sængurfatnað eða handklæði á meðan dvöl stendur. Þeir sem dvelja í lengri tíma getað pantað þrif gegn greiðslu.
Gestir hafa aðgang að fullbúnu þvottahúsi á hæðinni.
Athugið að það eru framkvæmdir í gangi í og við Sögu.
25m2 herbergi með hjónarúmi og sérbaðherbergi.
Aðgangur er að sameiginlegu eldhúsi og þvottahúsi á hæðinni.
25m2 herbergi með tveim einbreiðum rúmum og sérbaðherbergi.
Aðgangur er að sameiginlegu eldhúsi og þvottahúsi á hæðinni.
25m2 herbergi með lítilli eldhúsinnréttingu, hjónarúmi og sérbaðherbergi. Möguleiki á samtengdu herbergi (+25m2) fyrir gistingu fyrir allt að 4 einstaklinga. Sameiginlegt þvottahús er á hæðinni. Forgangur er fyrir lengri dvalir í þessari tegund herbergja og er þar miðað við lágmark 2 vikur.
Hægt er að hafa opið á milli í samtengt herbergi.
Gjaldskrá
Fast þjónustugjald 7.500 kr fylgir hverju herbergi í bókun. Herbergi eru þrifin eftir brottför, en ekki á meðan á dvöl stendur.
Einfalt herbergi 25m2 |
7.500 kr. nóttin |
Herbergi með eldhúsi 25m2 | 9.500 kr. nóttin |
Herb. með eldhúsi+samtengt herbergi |
12.750 kr. nóttin |
Fræðasvið HÍ fá 25% afslátt af næturgjaldi.
Afbókunargjald - ef afbókað með minna en 4 vikna fyrirvara | Þrjár nætur greiddar |
Síðbúin brottför (Late checkout) | Greitt fyrir eina auka nótt |
Þrif í lengri dvöl (hrein handklæði og rúmföt innifalið) | 7.500 kr |
Útkall Öryggismiðstöðvar (ef gestur læsir sig úti utan vinnutíma umsjónarmanna HÍ) | Skv. gjaldskrá Þjónustuaðila |
Algengar spurningar um Gistiaðstöðu
Aðgangi að herbergjum er stýrt með lyklakortum sem gestir/tengiliðir fá afhent í upphafi leigutíma. Mikilvægt er að taka lyklakortið með ef herbergið er yfirgefið, til að læsast ekki úti.
- Lyklakortin eru afhent á Þjónustuborðinu Háskólatorgi á opnunartíma (mán - fim 8:30 - 16:00 og fös 8:30 - 15:00)
- ef gestur getur ekki nálgast kortið er það á ábyrgð tengiliðs innan HÍ að sækja það og koma því til gestsins.
- Í anddyri Sögu eru nokkur lyklabox sem tengiliðir geta nýtt til að koma lyklum til gesta. Á Þjónustuborðinu geta tengiliðir fengið úthlutað lausu lyklaboxi. Athugið að lyklaboxin eru aðeins ætluð til að koma lyklum til gesta en ekki til notkunar fyrir þá á meðan á dvöl stendur og þurfa tengiliðir að upplýsa gestina um það.
Hægt er að skila lyklum í box á herbergjaganginum að dvöl lokinni.
- Ef gestur hefur afhent tengilið lyklakort við brottför er tengiliðurinn beðinn um að koma því á Þjónustuborðið Háskólatorgi við fyrsta tækifæri.
Ef gestur hefur týnt lyklum að herbergi eða er læstur úti að öðrum ástæðum er hægt að hafa samband við eftirfarandi aðila eftir aðstæðum:
- á almennum skrifstofutíma er hægt að hafa samband við Þjónustuborðið Háskólatorgi (mán-fim 8:30-16:00, fös 8:30-15:00) sími 525-4000
- virka daga milli 16:00 og 22:00 og laugardaga milli 7.30 og 17:00 er hægt að hafa samband við vakthafandi umsjónarmann í síma 834-6512
- á öðrum tímum er hægt að hringja í Öryggismiðstöðina í síma 530-2400 en gestur þarf þá að bera kostnað af útkallsgjaldi öryggismiðstöðvar.
Notið inngang sem snýr í norður í átt að Landsbókasafni. Gestir fá aðgangskort til að komast inn úr anddyri að lyftugangi. Herbergin eru á 3. hæð norðurálmu (til hægri þegar komið er úr lyftu).
Gestir sem greiða sjálfir fyrir gistingu fá sendan greiðsluhlekk þegar þau koma, en einnig er hægt að greiða á Þjónustuborðinu Háskólatorgi á meðan á dvöl stendur.
Kostnaður á viðfangsnúmerum HÍ er millifærður mánaðarlega hjá reikningshaldi eftir að leigu lýkur.
Ef stofnun utan Háskólans greiðir fyrir herbergið þarf að senda upplýsingar í tölvupósti á gestaibudir@hi.is og taka fram:
- fullt nafn greiðanda
- kennitölu (ef við á)
- heimilisfang
- netfang sem senda á reikning á
- aðrar upplýsingar sem óskað er eftir að komi fram á reikningi
Öll samskipti vegna reikninga fara fram í gegnum gestaibudir@hi.is.
- Herbergin eru öll á 3. hæð í norðurálmu Sögu. Þau eru öll tveggja manna með sérbaðherbergi og litlum ísskáp. Sex herbergi eru með lítilli eldhúsinnréttingu og möguleika á samtengdu herbergi.
- Á hæðinni er sameiginlegt eldhús og sameiginlegt þvottahús, en þar er að finna þvottavél, þurrkara, straujárn, strauborð og fleira gagnlegt til afnota á meðan á dvöl stendur.
- Þráðlaust net er innifalið og rúter er að finna í öllum herbergjum - það er einnig rúter í sameiginlegu eldhúsi sem allir hafa aðgang að.
Það er SSID og lykilorð á rúterum í öllum herbergjunum.
Ef gestur nær ekki samband við rúter sem er staðsettur í herberginu, né þann sem er í sameiginlegu eldhúsi, er hægt að senda póst á gestaibudir@hi.is og fá uppgefið SSID og lykilorð á þeim rúter sem er staðsettur næst þínu herbergi.
Saga hússins og uppsetning er slík að hugrenningartengsl okkar allra eru sterk til hótelreksturs. Við reynum að bjóða upp á sem flest þægindi fyrir gesti á herbergjunum, en eðli leigunnar á meira skylt við íbúðir sem leigðar eru með húsgögnum.
Gestir sjá sjálfir um þrif á meðan á dvöl stendur og hafa aðgang að eldhúsi og þvottahúsi.
Fyrir lengri dvöl er hægt að óska eftir þrifum gegn gjaldi.
- Herbergin eru ætluð sem gistiaðstaða fyrir fræðafólk sem kemur til samstarfs við háskólann í stuttan tíma.
- Tengiliður (starfsmaður sem bókar) ber ábyrgð á því að gestir fái allar nauðsynlegar upplýsingar.
- Ef gestur kemur utan opnunartíma þjónustuborðs er það einnig á ábyrgð tengiliðs að afhenda gestum lykla.
- Ef gestur fer án þess að greiða eða afbókar með minna en 4 vikna fyrirvara er fyrst haft samband við tengilið vegna greiðslu.
Stofnanir utan HÍ sem áður höfðu afnot af gestaíbúðum HÍ hafa einnig afnot af herbergjum á Sögu og gefa þá upp kennitölu og heiti stofnunar í stað viðfangsnúmers við bókun.
Ef eitthvað er bilað í herberginu sendu þá póst á gestaibudir@hi.is
Ef það er alvarleg bilun:
- á dagvinnutíma skal hringja í Þjónustuborðið í síma 525-4000
- virka daga milli 16:00 og 22:00 og laugardaga milli 7.30 og 17:00 er hægt að hafa samband við vakthafandi umsjónarmann í síma 834-6512
Ef þú vilt koma á framfæri kvörtun eða ábendingu varðandi aðstöðuna á Sögu sendu okkur þá vinsamlegast tölvupóst á gestaibudir@hi.is.
Frekari upplýsingar og aðstoð
Þjónustuborð HÍ
Háskólatorgi
mán. - fim. 8:30 - 16:00
fös. 8:30-15:00
525-4000