Starfsfólk sem starfar við stjórnsýsluleg störf, stoðþjónustu eða þjónusturannsóknir og er ráðið samkvæmt auglýsingu til a.m.k. eins árs fá starfið metið til launaröðunar samkvæmt starfsmatskerfinu SKREFi. Matið er alltaf heildstætt þ.e. starfsmat, hæfnismat og ársmat og liggur til grundvallar endanlegrar launaröðunar sem getur breyst á grundvelli uppsafnaðra stiga miðað við 1. september ár hvert.
Þú getur skoðað stigafjölda þinn í SKREFi í "um mig" í Uglu.
Mat til launa skiptist í þrennt:
- Starfsmat: Starfsmat er framkvæmt af starfsmannasviði sem þarf að liggja fyrir þegar ráðið er í starf.
- Hæfnismat: Persónubundið mat á umframþekkingu og menntun sem starfsmaður býr yfir og nýtist í starfinu.
- Ársmat: Vinnuframlag starfsfólks á liðnu ári er metið til stiga og kaupauka.
Ítarlegri upplýsingar um starfsmatskerfið SKREF er að finna í Handbók starfsfólks í Uglu
Hvert skal leita ef upp koma ágreiningsmál?
Ef upp koma ágreiningsmál um niðurstöðu mats má leita til Samráðsnefndar um kjaramál sem kallar til fulltrúa viðeigandi stéttarfélags.