Háskóli Íslands býður upp á leigu á kennslustofum og sölum fyrir ýmsa viðburði utan kennslutíma.
Bókunartímabil
Hægt er að leigja flestar stofur í HÍ en deildir HÍ hafa forgang á stofubókanir. Þar af leiðandi er það takmörkunum háð með hve miklum fyrirvara er hægt að bóka stofur.
- Vormisseri er byrjað að bóka eftir 20. desember
- Haustmisseri er byrjað að bóka eftir 20. ágúst
Fyrirspurnir þurfa að berast með góðum fyrirvara.
Til að óska eftir bókun á kennslustofu þarf að fylla út form þess efnis:
Hátíðarsalur í Aðalbyggingu
Hátíðarsalur er ekki leigður til aðila utan Háskóla Íslands.
Grunngjald er 40.500 kr. fyrir fyrstu tvær klukkustundirnar sem salurinn er leigður en hver klukkustund umfram það kostar 13.800 kr.
Það þarf alltaf að greiða leigu fyrir notkun á Hátíðasal.
Salurinn Litla torg
Fastráðnu starfsfólki HÍ og tengdra stofnana stendur til boða að leigja salinn Litla Torg fyrir einkasamkvæmi í samræmi við reglur.
- Salurinn er leigður út til kl. 21:00 á virkum dögum og til kl 17:00 á laugardögum. Ef óskað er eftir leigu utan opnunartíma bygginga þarf að greiða fyrir opnun og lokun á byggingu
- Leiga fyrir allt að 4 klst er 40.000 kr og 80.000 kr fyrir all að 8 klst.
- Veitingar skal kaupa af Hámu sem er með veitingaleyfi í húsnæðinu
- Ábyrgðarmaður/leigutaki ber ábyrgð á frágangi/þrifum salarins eftir notkun. Hægt er að leita til rekstrar fasteigna um milligöngu við að útvega ræstingaverkstaka til verksins ef þess er óskað. Umsjónarmaður eða öryggisvörður á vegum þjónustuaðila HÍ fer eftirlitsferð um húsið við lok leigutíma.
Algengar spurningar um bókun kennslustofa
Skrifstofur sviða/deilda sjá um að bóka öll regluleg námskeið samkvæmt kennsluskrá og einstaka fundi á vegum deilda, nemendafélaga og stofnana HÍ.
Gjaldskrá kennslustofa finnur þú á vef HÍ
Það þarf ekki að greiða fyrir einstaka fundi eins og t.d. deildarfundi, nefndarfundi og fræðslufundi sem tengjast starfi sviða/deilda HÍ.
Það þarf að greiða fyrir vinnu umsjónarmanna ef þörf er á aðstoð þeirra á meðan eða eftir að fundum lýkur.
Miðað er við að fundir sem þessir séu
- ekki oftar en einu sinni í viku
- staðsettir í einni stofu/fundarherbergi
- og taki innan við þrjár klukkustundir.
Ef bókanir eru fleiri en ein stofa vegna sama viðburðar í sömu viku skal greitt fyrir báðar/allar bókanir.