Starfsfólk Háskóla Íslands í stjórnsýslu- og stoðþjónustu getur sótt um námsleyfi. Hafir þú unnið hjá Háskóla Íslands í fjögur ár hefur þú öðlast rétt á leyfi til að stunda endurmenntun og eða framhaldsnám á fullum launum. Áunninn réttur til námsleyfis er tvær vikur á hverju ári en getur aldrei orðið meira en 6 mánuðir.
Umsóknarfrestur um námsleyfi er til 1. nóvember ár hvert fyrir leyfi sem áætlað er á næsta almanaksári.
Umsóknarferlið
- Starfsmannasvið veitir upplýsingar um fjölda vikna sem þú hefur áunnið þér til námsleyfis.
- Námsleyfi sækir þú svo um til þíns yfirmanns eða formanns stjórnar viðkomandi skipulagseiningar.
- Afrit af beiðni og staðfesting um rétt til námsleyfis er síðan sent til mannauðsstjóra fræðasviðsins. Þar þarf að koma fram upplýsingar um fyrirhugaða lengd og fyrirkomulag námsleyfisins.
Umsóknareyðublað og ítarlegri upplýsingar finnur þú í Handbók starfsfólks í Uglu
Mat á umsókn
Þegar metið er hvort leyfa eigi námsleyfi hverju sinni er fyrst og fremst tekið mið af því hvernig námið nýtist starfsmanninum í því starfi sem hann gegnir.
Námsleyfi erlendis
Þeir sem kjósa að fara erlendis í námsleyfi eiga rétt á dagpeningum og greiðslu fargjalda. Þegar umsókn hefur verið afgreidd þarf að senda beiðni um dagpeninga á mannauðssvið.
Lokaskýrsla
Að námsleyfi loknu þarftu að skila skýrslu til yfirmanns þar sem greint er frá framvindu námsins, hvernig leyfið var nýtt, hvort námið muni líklega skila sér í starfi viðkomandi og hvort framhald sé fyrirhugað á námi eða störfum sem tengdust náminu. Mælst er til þess að starfmaður haldi kynningu fyrir samstarfsfólk um námið.