Velkomin í Háskóla Íslands! Hvort sem þú ert að stíga þín fyrstu skref í háskólanámi eða að koma til okkar frá öðrum háskóla eru hér nokkur mikilvæg atriði til að huga að:
-
Úthlutaðu þér notandanafni og lykilorði
Ef þú hefur ekki þegar úthlutað þér notendanafni og lykilorði skaltu byrja á því. Með notandanafni fylgir netfang þar sem þú færð tilkynningar frá skólanum. -
Nýnemakynningar
Í upphafi háskólaársins á haustin eru haldnir nýnemadagar og fræðasvið háskólans bjóða upp á sérstakar nýnemakynningar fyrir sína nemendur. -
Stundatöflur og kennsluáætlanir
Drög að stundatöflum er að finna á heimasíðu háskólans en þína persónulega stundatöflu geturðu nálgast í þinni Uglu í upphafi misseris. Lestu fleira um stundatöflur hér.
Upplýsingar um námskeið frá kennurum og kennsluáætlanir færðu svo inn á kennsluvef Canvas, en hann finnurðu með því að smella á námskeiðið í þinni Uglu. -
Námskeiðaskráning
- Fyrstu dagana á hverju misseri getur þú breytt námskeiðaskráningu þinni á Uglu. Mikilvægar dagsetningar því tengt er að finna í kennslualmanaki HÍ.
- Athugaðu að það getur tekið allt að sólarhring fyrir stundatöfluna þína að uppfærast þegar þú breytir námskeiðaskráningunni þinni.
-
Kennslubækur
- Bókalista er að finna á námskeiðsvef í Kennsluskrá eða í kennsluáætlun á Canvas.
- Í Bóksölu stúdenta er hægt að kaupa bækur og háskólavörur.
- Bókasöfn á háskólasvæðinu geta einnig verið með hjálpleg uppflettirit og ítarefni.
-
Finndu kennslustofur
Á stundatöflu er kennslustofa táknuð með skammstöfun byggingar og númeri þeirrar stofu þar sem námskeið er kennt. Upplýsingar um byggingar háskólans er að finna á heimasíðu HÍ, en þar geturðu séð ekki aðeins staðsetningu byggingar á korti heldur einnig yfirlitsmynd af byggingunni sjálfri sem sýnir staðsetningu hverrar stofu. -
Kynntu þér þjónustu Stúdentaráðs
Á heimasíðu Stúdentaráðs er að finna lista yfir öll nemendafélög sem nemendur geta skráð sig í og einnig hagnýtar upplýsingar um réttindi nemenda.