Greinar um þetta efni

Náms- og starfsráðgjöf

Innan Nemendaráðgjafar HÍ (NHÍ) starfa náms- og starfsráðgjafar sem veita meðal annars upplýsingar um nám og ráðgjöf um námsval. Náms- og starfsráðgjafar sjá einnig um að halda námskeið, til dæmis um námstækni og lokaverkefni, og veita nemendum ráðgjöf og stuðning meðan á námi stendur. Ef þig vantar aðstoð með námsval þá getur þú bókað viðtal við ráðgjafa á bókunarvef.

Nemendur sem þurfa sérstök úrræði í námi leita einnig til Nemendaráðgjafar HÍ - sjá Aðstoð í námi

Tengslatorg

Inn á Tengslatorgi Háskóla Íslands finna nemendur ýmiskonar starfstækifæri. Þar inni eru auglýst hlutastörf, sumar- og framtíðarstörf. Einnig eru þar auglýst tækifæri til starfsþjálfunar hjá deildum innan HÍ.
Markmið Tengslatorgs HÍ er að vera samstarfsvettvangur skóla og vinnumarkaðar þar sem lögð er áhersla á starfsþróun og starfshæfni háskólanema.

 

Var þessi grein gagnleg?
0 af 0 fannst þessi grein gagnleg