Þú finnur bókalista á vef námskeiða í Canvas, í Uglu eða í kennsluskrá. Sé engin bók skráð á bókalista gefur kennari upplýsingar um bækur sem stuðst er við í kennslu í síðasta lagi í fyrstu kennslustund.
Kennarar geta tekið frá bækur og uppflettirit sem tengjast námskeiðum á Námsbókasafni Þjóðarbókhlöðunnar. Nemendur geta notað bækurnar á staðnum eða fengið að láni í takmarkaðan tíma.
Sala kennslubóka
Flest námskeið við Háskóla Íslands styðjast við kennslubækur og þær er hægt að nálgast á ýmsan hátt.
- Í Bóksölu stúdenta fást flestar kennslubækur sem kenndar eru við Háskóla Íslands, en einnig fást þar önnur námsgögn. Bóksalan hefur einnig verið með skiptibókamarkað á haust- og vormisseri.
- Úlfljótur rekur bóksölu fyrir laganema í kjallara Lögbergs.
- Skiptibókamarkaður er í smáauglýsingum í Uglu þar sem nemendur geta óskað eftir notuðum bókum og auglýst bækur til sölu. Nemendur geta einnig notað facebook-síður nemendafélaga í sama tilgangi.