Greinar um þetta efni

Notandanafn og lykilorð - Nemendur

Uglan, innri vefur Háskóla Íslands, er eitt mikilvægasta tækið sem nemendur og kennarar nota við nám og störf. Aðgangur að Uglu er jafnframt aðgangur að tölvupósti, tölvum í tölvuverum HÍ og kennsluvefnum Canvas.

Til að fá notandanafn og lykilorð sem nemandi þarftu fyrst að:

  1. Vera með samþykkta umsókn í Samskiptagátt HÍ
  2. Greiða skrásetningargjaldið

Þá getur þú skráð þig inn á þína Samskiptagátt með rafrænum skilríkjum og undir flipanum „yfirlit umsókna“ úthlutað þér notandanafni og lykilorði að Uglunni.

Birting notandanafns og lykilorðs í Uglu varir í stuttan tíma í samskiptagáttinni og því mikilvægt að skrá niður hjá sér notandanafnið og lykilorðið þegar það birtist í gáttinni.

Það tekur tvo tíma fyrir notandanafn að virkjast eftir að því er úthlutað.

Með aðgangi að Uglu færð þú einnig netfang hjá Háskólanum (notendanafn@hi.is). HI-tölvupóstinn finnur þú á forsíðu Uglunnar þinnar eða a outlook.hi.is.

Tveggja þátta auðkenning stuðlar að auknu netöryggi fyrir alla nemendur Háskóla Íslands. Þú setur upp auðkenninguna um leið og þú færð notandanafnið.

Hver er munurinn á aðgangi að Samskiptagátt og aðgangi að Uglu?

Samskiptagáttin er umsóknarvefur Háskólans þar sem öll samskipti varðandi umsóknarferli fer fram. Þegar umsókn er samþykkt og greidd getur umsækjandi notað Samskiptagáttina til að úthluta sér aðgangi að Uglu- innri vef Háskólans.

Breyting á lykilorði

Ef lykilorðið er ekki týnt eða gleymt þá er því breytt í Uglu undir Uglan mín → Stillingar → Breyta lykilorði. Einnig er hægt að smella á prófíl mynd uppi í hægra horni og smella á "Breyta lykilorði".

Vandamál með innskráningu

Ef þið lendið í vanda með innskráningu þá mælum við með því að fara yfir hjálparsíðuna okkar fyrir lausnir.

Mikilvægar upplýsingar um lykilorð og viðhengi

Aldrei gefa upp lykilorðið ykkar:

  • Aldrei gefa upp lykilorðið ykkar á síðum sem þið ekki þekkið. Ef innskráningarsíðan eða ferlið er eitthvað öðruvísi en þið eruð vön að þá er það vísbending um að eitthvað sé ekki eins og það á að vera.
  • Aldrei senda lykilorðið með tölvupósti eða gefa það upp í gegnum síma eða í gegnum skilaboð.

Ef þið fáið viðhengi með tölvupóstinum ykkar skal hafa eftirfarandi í huga:

  • Aldrei opna viðhengi frá ókunnum aðilum.
  • Einnig skal forðast að opna viðhengi frá þekktum aðilum ef þið eigið ekki von á tölvupósti frá þeim. Það er möguleiki á að tölvuþrjótar komist yfir netföng hjá þekktum aðilum til að reyna að fá ykkur til að opna viðhengi.
Var þessi grein gagnleg?
0 af 0 fannst þessi grein gagnleg