Greinar um þetta efni

Stúdentakort

Stúdentakort er auðkenniskort háskólanema og veitir afslætti hjá ýmsum fyrirtækjum um land allt. Upplýsingar um afslætti er að finna á vef stúdentaráðs.

Umsóknarferli

Hægt er að sækja um stúdentakortið um leið og skrásetningargjald hefur verið greitt og aðgangur að Uglu virkjaður. Eitt kort nýtist skólagönguna á enda.

Sótt er um stúdentakortið á Uglu (Uglan mín – Stúdentakort). Veldu hvort kortið skuli veita þér aðgang að byggingum utan opnunartíma eða ekki. Stúdentakort án aðgangs færðu ókeypis en kort með aðgangi kostar 1500 kr.

Sækja um stúdentakort

Stúdentakort með aðgangi

Margir nemendur vilja hafa aukinn aðgang að byggingum Háskólans til að geta nýtt tölvuver, lesrými og annað utan almenns opnunartíma.

  • Opnunartími með stúdentakorti: 7:30-24 alla daga.
  • Byggingar: Háskólatorg og samtengdar byggingar, með vali um viðbótar aðgang að VR-II, Öskju eða Læknagarði.
  • Aðgangur á prófatíma: framlengt til klukkan 2:00.
  • Aðgangur að aðgangstýrðum bílastæðum við Öskju.

Endurnýjun korts

Á bakhlið kortsins er límmiði sem sýnir gildistíma. Á Þjónustuborðinu Háskólatorgi geturðu endurnýjað kortið ókeypis. Nemendur utan höfuðborgarsvæðisins geta óskað eftir að fá sendan límmiða í bréfpósti á lögheimili sitt.

Algengar spurningar um stúdentakort

Hvað ef myndinni minni var hafnað?

Myndin þarf að vera skýr andlitsmynd sem er við hæfi á skilríki. Ef myndinni þinni var hafnað þarftu að sækja um aftur með nýrri mynd. Í umsóknarferlinu geturðu sniðið myndina til svo hún sýni aðeins andlit. Forðastu hluti eins og mat, drykki og vörumerki á mynd. Ef tæknileg vandamál koma upp (til dæmis mynd á hlið eða auð) þarf starfsmaður hafna myndinni til að þú getir sótt um aftur með nýrri mynd.

Hvað ef ég hef ekki fengið kortið mitt?

Skoðaðu stöðuna á kortaumsókninni í Uglu.

  • Hafi myndinni verið hafnað færðu sjálfkrafa sendan tölvupóst á hi-netfangið þitt.
  • Ef umsókn er samþykkt færðu sjálfkrafa sendan tölvupóst á hi-netfangið þitt þegar þú mátt sækja kortið á Þjónustuborðið Háskólatorgi.
  • Auðkenniskort er hægt að óska eftir að fá send í bréfpósti með því að svara póstinum sem þú færð þegar kortið er tilbúið.

Hvað ef aðgangurinn virkar ekki?

Tilkynntu það hér og taktu fram hvaða byggingu þú varst að reyna að komast inn í og á hvaða tíma.

Hvað ef ég er með kort án aðgangs en þarf kort með aðgangi?

Sendu beiðni um að fá að sækja um nýtt kort með aðgangi hér. Kortinu sem þú átt verður eytt úr kerfinu og þú getur sótt um nýtt í þinni Uglu. Skilaðu gamla kortinu þegar þú sækir nýja.

Hvað ef ég týndi kortinu mínu?

Tilkynntu týnda kortið hér. Týnda kortinu verður eytt úr kerfinu og þú getur sótt um nýtt í þinni Uglu.

Frekari upplýsingar og aðstoð

Þjónustuborð HÍ 
Háskólatorgi
mán. - fim. 8:30 - 16:00
fös. 8:30-15:00
525-4000

Var þessi grein gagnleg?
1 af 1 fannst þessi grein gagnleg