Skrásetningargjald

Til að staðfesta skráningu við Háskóla Íslands þurfa nemendur að greiða árlegt skrásetningargjald, kr. 75.000. Athugið að skrásetningargjaldið er ekki endurkræft.

  • Við nýskráningu (innritun í Háskóla Íslands) þurfa umsækjendur að ganga frá greiðslu skrásetningargjaldsins undir flipanum „Yfirlit umsókna“  inn í samskiptagátt HÍ. 
  • Við árlega skráningu til áframhaldandi náms næsta háskólaár (í boði í Uglu í mars/apríl) þurfa nemendur að greiða skrásetningargjaldið í gegnum Uglu.

Í báðum tilvikum er hægt að greiða gjaldið með greiðslukorti í einu lagi eða með kortaláni. 
 

Eindagi skrásetningargjaldsins er 4. júlí. Ef gjald er ógreitt eftir eindaga er álitið að nemandi/umsækjandi hafi hætt við að stunda nám við háskólann.

Ítarlegri upplýsingar um skráningu og greiðslu er að finna í kennsluskrá.

 

Staðfesting á greiðslu

Við greiðslu inni í Uglu/samskiptagátt fá nemendur sjálfkrafa senda staðfestingu á skólavist sem nýtist meðal annars til að sækja um styrk hjá stéttarfélagi. Staðfestingin er send á hi-netfang nemenda, eða á það netfang sem gefið er upp í umsókn þegar greitt er í samskiptagátt.

  • Ef þú ert með umsókn um nám þá þarf að greiða skrásetningargjaldið undir flipanum „yfirlit umsókna“ inni í Samskiptagáttinni. Greiðslumöguleikinn britist þegar umsókn hefur verið samþykkt.
  • Nemendur sem eru að halda áfram í námi þurfa fyrst að ljúka við árlega skráningu í Uglu, að því loknu kemur upp möguleiki til að greiða skrásetningargjaldið inni í Uglu.

Hafðu samband við Nemendaskrá (nemskra@hi.is) til að staðfesta að þú ætlir að halda áfram námi næstkomandi skólaár.

Nemendum gefst kostur á að skrá sig utan auglýstra skráningartímabila og greiða gjaldið með 10.000 kr. álagi. Frestur til að staðfesta skrásetningu sína með þeim hætti rennur út 12. ágúst.

Framvísa þarf örorkuskírteini eða bréfi frá Tryggingastofnun. Hægt er að senda rafrænt skjal á nemskra@hi.is eða framvísa skírteini á Þjónustuborði Háskólatorgs til að óska eftir að greiða lækkað gjald. Athugaðu að það þarf að óska eftir að greiða lækkað gjald vegna örorku fyrir hvert háskólaár.
 

Að gefnu samþykki frá deild getur nemandi sem ætlar að taka sér námsleyfi í eitt háskólaár greitt 10.000 kr leyfisgjald á Þjónustuborðinu Háskólatorgi. Frekari upplýsingar um námsleyfi og leyfisgjald er að finna í Kennsluskrá.