Greinar um þetta efni

Leyfi frá námi

Ef nemandi vill gera hlé á námi sínu þarf hann að fá leyfi frá sinni deild fyrir upphaf viðkomandi kennslutímabils.

Leyfi er í mesta lagi veitt til eins árs í einu og lengir ekki hámarksnámstíma samkvæmt reglum deildarinnar.

Nemandi sem fær leyfi hjá sinni háskóladeild til þess að gera hlé á námi sínu allt háskólaárið greiðir kr. 10.000 og heldur þá aðgangi að kerfum Háskóla Íslands.

Hvað gerist ef nemandi sækir ekki um leyfi?

Þá missir nemandi aðgang að notandanafni sínu hjá Háskóla Íslands.

Ef nám er hafið aftur eftir óskráð námshlé, rofnar námsferillinn og er þá metið hvort eldri námskeið séu enn í gildi. Lengd námshlésins, frammistaða í námi og reglur viðkomandi deildar hafa áhrif á þetta mat.

Koma úr leyfi

Nemandi þarf að skrá sig í árlegri skráningu að vori í lok námsleyfis.

Ef nemandi kemur úr leyfi milli missera á háskólaárinu greiðir skrásetningargjald úr leyfi, sjá gjaldskrá í kennsluskrá.

Var þessi grein gagnleg?
0 af 0 fannst þessi grein gagnleg