Hér finnur þú upplýsingar um ýmsa styrki sem nemendum standa til boða. Athugið að inni á vefsíðu Stúdentaráðs Háskóla Íslands er einnig að finna ítarlegri upplýsingar um þá.
Nýsköpunarsjóður námsmanna útvegar áhugasömum nemendum sumarvinnu við metnaðarfull og krefjandi rannsóknarverkefni. Styrkjum til þess að ráða nemendur til sumarstarfa er úthlutað til kennara á háskólastigi, fyrirtækja, rannsóknastofnana eða einstaklinga, sem teljast hafa sérþekkingu á ákveðnu sviði. Markmið sjóðsins er að stuðla að nýsköpun, jafnt fyrir atvinnulíf og fræðasvið.
Afreks- og hvatningarsjóður nemenda Háskóla Íslands styrkir afburðanemendur til náms við skólann ár hvert. Styrkir eru veittir til framhaldsskólanema sem ná afburðaárangri á stúdentsprófi og innritast í Háskóla Íslands. Við úthlutun er einnig leitast við að styrkja nemendur sem sýnt hafa sérstakar framfarir í námi sínu eða náð góðum námsárangri þrátt fyrir erfiðar aðstæður.
er menntaáætlun Evrópusambandsins og hefur Háskóli Íslands verið þar virkur þátttakandi um árabil. Nemendum sem fara í skiptinám gefst kostur á að öðlast alþjóðlega reynslu í námi sínu og skapa sér sérstöðu á vinnumarkaði.
Ný áætlun stuðlar að jöfnum tækifærum til náms erlendis með sérstökum viðbótarstyrkjum fyrir nemendur með sérþarfir.
Nemendur sem greiða í stéttafélög geta kannað rétt sinn til námsstyrks hjá sínu stéttarfélagi. Mörg stéttarfélög veita styrk vegna greiðslu skrásetningargjaldsins og einnig veita sum þeirra styrki vegna lokinna ECTS eininga. Þau sem greiða í gegnum netið, geta notað pdf kvittunina sem kemur sjálfvirkt þegar greitt er, en einnig er hægt að ná í staðfestingu á greiðslu í Uglan mín undir Vottorð og námsferlisyfirlit. .