Greinar um þetta efni

Úrræði í námi

Nemendur sem eru til dæmis með fötlun, námsörðugleika (svo sem lesblindu), taugaþroskaraskanir (svo sem athyglisbrest, einhverfuróf) eða langvarandi veikindi sem geta verið hindrun í háskólanámi, eiga rétt á úrræðum í námi og prófum.

Til að fá úrræði í prófum, svo sem lengdan próftíma, verður þú að skila inn vottorði/greiningu með umsókn.

  • Lokafrestur til að sækja um úrræði er 1. október á haustmisseri og 1. mars á vormisseri.

Þú getur bókað viðtal vegna úrræða hjá Nemendaráðgjöf (NHÍ) hér eða sent fyrirspurn í tölvupósti varðandi aðstoð í námi.

Sækja um úrræði

Frekari upplýsingar og aðstoð

Nemendaráðgjöf HÍ 
Háskólatorgi, 3. hæð
mán. - fim. 9:00 - 15:00
fös. 10:00-15:00
525-4315

Var þessi grein gagnleg?
0 af 0 fannst þessi grein gagnleg