Greinar um þetta efni

Útlit og almennar stillingar fyrir dagbók í Outlook

Outlook er sá hugbúnaður sem heldur utan um tölvupóst, dagbók, tengiliði ofl. Í þessum hluta af Outlook munum við einblína á viðmót og virkni dagbókarinnar. Venjulega er dagbókin táknuð með mynd af dagatali á tækjastikunni Outlook.

Þetta eru allt möguleikar sem er í boði en ekki nauðsynlegir.

Windows gamla Outlook
  • Smellið á litla dagbókarmerkið vinstra megin í Outlook. Hægt er að stilla útlit dagbókarinnar með tökkunum undir „Fara í“ (Go To) og „Raða“ (Range).dagbók viðmót.png
  • Til að sjá næstu viðburði í flýti er bendilinn stoppaður yfir dagbókarmerkinu þar er einnig hægt að festa dagbókina inn í póstviðmótið með tákninu í horninu. Þá birtist dagatal með næstu viðburðum við hlið póstsins:dagbók viðmót2.png
MacOS
  1. Smellið á litla dagbókarmerkið uppi í vinstra horninu í Outlook:dagbok1.jpg
  2. Hægt er að stilla útlit dagbókarinnar undir flipanum „Organize“. Það er hvort það sjáist einn dagur, vinnuvika, vika eða mánuður:dagbok2.jpg
     
Android

Viðmót

  1. Smellið á dagbókina neðst. Hægt er að velja hversu margir dagar sjást í dagbókinni með því að smella á táknið við hlið leitarhnappsins:Dagbók útlit 1.png
  2. Hér er valið um að fá dagbókina setta upp sem dagskrá í réttri röð, sýna einn dag, sýna 3 daga í einu eða mánuðinn:Dagbók útlit 2.png

Sýnilegar dagbækur og deiling á þeim

Hægt er að velja hvaða dagbækur eru sýnilegar, stilla hverja dagbók fyrir sig og deila dagbók með öðrum.

  1. Smellið á táknið uppi í vinstra horninu:Dagbók útlit 3.png
  2. Hakið hér við þær dagbækur sem eiga að vera sýnilegar. Hægt er að stilla ákveðna dagbók með því að smella á tannhjólið hægra megin við dagbókina.Dagbók útlit 4.png
  3. Hægt er að velja lit fyrir dagbókina og deila henni með öðrum. Þú getur þá valið hvort viðkomandi sjái dagbókina og hvort hann megi setja inn viðburði í dagbókina o.s.frv:Dagbók útlit 5.png

Tilkynningar og aðrar stillingar fyrir dagbókina í heild

  1. Smellið á táknið uppi í vinstra horni:Dagbók útlit 3.png
  2. Veljið tannhjólið sem er neðst til vinstriDagbók útlit 7.png
  3. Hér er hægt að stilla ýmislegt. Farið niður listann til að finna stillingar fyrir dagbók (Calendar). Hér er valið hvaða dagbók er sjálfvalin þegar nýr viðburður er búin til (það er alltaf hægt að breyta þessu þegar nýr viðburður er búinn til) og á hvaða vikudegi vikan byrjar.Dagbók útlit 8.png
  4. Opnið stillingar fyrir tilkynningar og smellið á „Dagbók“ (Calendar). Veljið „Færslur“ (Events) til að stilla hvenær tilkynning berst um að viðburður sé að hefjast. Hér er einnig hægt að slökkva á dagbókar tilkynningum frá ákveðnum reikningum með því að smella á „Hljóð“ (Sound):Dagbók útlit 9.png
Vefur

Hér að neðan verða sýndar nokkrar stillingar sem geta gagnast vel. Eins og hversu margir dagar sjást á síðunni, grunnstillingar og veðurstillingar.

  • Opnið outlook.hi.is og smellið á dagbókina vinstra megin á síðunni.
  • Hægt er að velja á milli þess að sjá einn dag, vinnuviku, viku eða mánuð. Smellið á „Í dag“ (Today) til að fara beint á daginn í dag í dagbókinni. Sýnin sem er valin heldur sér:viðmót 1.png
  • Hægt er að opna stillingargluggan með því smella á tannhjólið ⚙️ efst til hægri. Þarna eru í boði alls konar stillingar fyrir dagbókina meðal annars útlit og veður:viðmót 2.png
  • Í veður stillingunum er hægt að velja hvort veðrið sést í dagbókinni, staðsetningu og hvort notast er við Celsius:veður.png

Frekari upplýsingar og aðstoð

Tölvuþjónustan Háskólatorgi
mán-fim 08:30-16:00
fös 08:30-15:00
hjalp@hi.is
525-4222

Var þessi grein gagnleg?
0 af 0 fannst þessi grein gagnleg