Greinar um þetta efni

Fundarbókun útfrá pósti í Outlook

Þegar þú færð póst sem ef til vill er sendur á fleiri einstaklinga þá er mjög auðvelt að búa til fund út frá þeim pósti og þannig bjóða öllum þeim sem pósturinn var sendur á sjálfkrafa á fundinn. Hægt er að bæta við og taka út þátttakendur áður en fundarboðið er sent.

Windows

Þú getur bókað fund út frá pósti þar sem allir sem fengu póstinn fá fundarboð. Svona gerir þú það í Windows:

  1. Í póstviðmótinu í Outlook í „Heim“ (Home) flipanum geturðu gert fundarboð út frá pósti, veldu póstinn og ýttu á „Fundur“ (Meeting):fundur úr pósti.png
  2. Nú fara allir viðtakendur póstsins sjálfkrafa í fundarboðið.
Vefur

Þú getur bókað fund út frá pósti þar sem allir sem fengu póstinn fá fundarboð. Svona gerir þú það í vafra.

  1. Veldu póstinn og smelltu á þrí-punktinn við hlið „Framsenda“ (Forward), farðu með músina yfir „Aðrar svaraðgerðir“ og smelltu á „Svara öllum með fundarboði“ (Reply all by meeting):svarmeðfund.png
  2. Nú fara allir viðtakendur póstsins sjálfkrafa í fundarboðið.

Frekari upplýsingar og aðstoð

Tölvuþjónustan Háskólatorgi
mán-fim 08:30-16:00
fös 08:30-15:00
hjalp@hi.is
525-4222

Var þessi grein gagnleg?
0 af 0 fannst þessi grein gagnleg