Hér má sjá lausnir við algengum vandamálum sem notendur gætu lent í.
Hér að neðan eru sýndar leiðir til þess að láta Outlook uppfæra innhólfið og úthólfið aftur í Outlook á Windows.
Leið 1: Enduræsið forritið með því að hægri smella á Outlook íkonið á verkstikunni og veljið "close all windows" eða "close window" og ræsið það síðan aftur
Leið 2:
- Smellið á "Senda / taka á móti" (Send / Receive).
- Smellið síðan á "Senda og taka við öllum möppum" (Send/Receive All Folders) og eftir það "Uppfæra möppu" (Update Folder):
Leið 3: Áður en þið farið þessa leið þá skulið þið afrita allan póstinn sem er í "Outbox" þar sem hann mun eyðast, þið getið afritað í word skjal t.d.
- Smellið á "Skrá" (File)
- Smellið núna á "Reikningstillingar" (Account Settings) og smellið síðan aftur á "Reikningstillingar" (Account Settings) í fellilistanum:
- Í flipanum "Tölvupóstur" (Email) skulið þið smella á netfangið ykkar og síðan "Fjarlægja" (Delete) eftir það þurfið þið bara að bæta því aftur við:
- Ef þið fáið skilaboð um að búa til "Gagnaskrá" (Data File) þá skulið þið smella á "OK" og smella síðan á "Gagnaskrár" (Data file) flipan:
- Smellið á "Bæta við" (Add) og vistið með því að smella á "Í lagi" (OK), hægt er að eyða þessari möppu seinna:
- Endurtakið nú skref 3
Hér að neðan eru sýndar leiðir til þess að láta Outlook uppfæra innhólfið og úthólfið aftur í Outlook á MacOS.
Leið 1: Smellið á "Tools" og síðan "Sync":
Leið 2:
- Smellið á "Tools" og síðan "Accounts":
- Niðri vinstra megin í glugganum er + og - takki, hægra megin við þá er þrí-punktur eða tannhjól smellið á þann takka og veljið "Reset account":
Leið 3: Við ráðleggjum að afrita póstinn í outboxinu (ósendur) því hann mun eyðast
- Smellið á mínus við netfangið undir "Tools" og síðan "Accounts" og bætið netfanginu aftur við á sama stað:
Ef Outlook er fast á upphafs skjá eða vill ekki opnast þá er hægt að reyna eftirfarandi leiðir til þess að laga vandann. Við gerum ráð fyrir að það sé búið að reyna að enduræsa forritið, loka því í "Task manager" eða enduræsa tölvuna.
Leið 1:
- Opnið "Stjórnborð" (Control panel).
- Leitið þar að "Mail" og opnið það.
- Smellið á "Email accounts" og eyðið netfanginu:
- Ef þið fáið skilaboð um að búa til "Gagnaskrá" (Data File) þá skulið þið smella á "OK" og smella síðan á "Gagnaskrár" (Data file) flipan:
- Smellið á "Bæta við" (Add) og vistið með því að smella á "Í lagi" (OK), hægt er að eyða þessari möppu seinna:
- Endurtakið nú skref 3
Leið 2:
- Lokið öllum 365 forritum (Word, Excel, PowerPoint og svo framvegis).
- Leitið að "Bæta við eða fjarlægja forrit" (Add or remove programs) í upphafsvalmynd (Start hnappi):
- Leitið að "Microsoft 365 apps for enterprise" (is eða en skiptir ekki máli).
- Smellið á þrípunktinn og veljið "Breyta" (Modify):
- Veljið "Online repair" og reynið síðan að opna Outlook eftir að viðgerðin er búin:
Leið 3:
- Lokið öllum 365 forritum (Word, Excel, PowerPoint og svo framvegis).
- Leitið að "Bæta við eða fjarlægja forrit" (Add or remove programs) í upphafsvalmynd (Start hnappi).
- Leitið að "Microsoft 365 apps for enterprise" (is eða en skiptir ekki máli).
- Smellið á þrípunktinn og veljið "Fjarlægja" (Uninstall) og setjið Microsoft 365 pakkann aftur upp:
Frekari upplýsingar og aðstoð
Tölvuþjónustan Háskólatorgi
mán-fim 08:30-16:00
fös 08:30-15:00
hjalp@hi.is
525-4222