Greinar um þetta efni

Undirskrift í Outlook

Hægt er að setja undirskrift (e. Signature) í Outlook. Mikilvægt er þó að vita að ekki er nóg að setja undirskrift á einum stað,  til dæmis ef Outlook í tölvu og í síma er notað þá þarf að að setja undirskrift á báðum stöðum.

Í hönnunarstaðli HÍ eru leiðbeiningar um hvernig undirskrift skal líta út hjá starfsfólki HÍ.

Windows

Hér er sýnt hvernig undirskrift (e. signature) er útbúin í Outlook fyrir Windows. Myndband af þessu ferli er að finna neðst.

  1. Smellið á „Nýtt skeyti“ (New email):
  2. Undir „Skeyti“ (Email) flipanum skal smella á „Undirritun“ (Signature) og velja „Undirritanir....“ (Signatures).undirskrift 1.png
  3. Smellið á „Nýtt“ (New):undirskrift 2.png
  4. Gefið undirskriftinni nafn og smellið á „Í lagi“ (OK):undirskrift 3.png
  5. Ef fleiri en einn reikningur er uppsettur þá þarf að velja hvaða reikning undirskriftin tilheyrir. Einnig þarf að velja hvort undirskriftin birtist í nýjum póstum og/eða svörum og áframsendingum. Hægt er að hafa mismunandi undirskriftir og hafa einfaldari undirskriftir í „Svör/Framsendingar“ (Replies/forwards).
    Ef "(ekkert)"(none) er valið í báðum reitum mun undirskriftin ekki birtast sjálfkrafa en hægt er bæta henni við á einfaldan hátt með „Signature“ takkanum (sjá skref 2).
  6. Skrifið undirskriftina í stóra reitinn og breytið letri og stærð eftir smekk. Mynd er bætt við með myndatakkanum.
  7. Smellið á „Í lagi“ (OK) þegar undirskriftir eru klárar:undirskrift 4.png
  8. Næst þegar nýr póstur er skrifaður ætti undirskriftin að birtast í honum:undirskrift 5.png

Hér að neðan er myndskeið frá Microsoft sem sýnir hvernig undirskrift er sett inn. Hægt er að finna fleiri myndskeið um Outlook  á vef Microsoft.

MacOS

Hér er sýnt hvernig undirskrift (e. signature) er útbúin í Outlook fyrir MacOS.

  1. Opnið Outlook og smellið á „Outlook“ á valmyndastikunni í vinstra horni og veljið „Preferences" eða „Settings“:Undirskrif1.jpg
  2. Smellið á „Signatures“:Undirskrif2.jpg
  3. Smellið á plúsinn(1) niðri í vinstra horni til að búa til nýja undirskrift. Tvísmellið svo á nafnið(2) á henni til að búa til nýtt nafn fyrir undirskriftina:Undirskrif3.jpg
  4. Bætið svo við undirskriftina í „Signature“ gluggann. Undirskrif4.jpg
  5. Veljið aðganginn undir „Account“(1). Veljið undirskriftina undir „New messages“ (2) og „Replies/forwards“ (3). Eins og þið sjáið að þá er hægt að hafa mismunandi undirskrift fyrir venjulegan póst og svo fyrir „Replies/forwards“ póst:
    Undirskrif5.jpg
  6. Lokið nú glugganum.
Android

Hér er sýnt hvernig undirskrift (e. signature) er útbúin í Outlook fyrir Android tæki.

  1. Smellið á táknið í vinstra horninu:undirskrift 1.png
  2. Veljið tannhjólið í vinstra horninu:undirskrift 2.png
  3. Smellið á „Undirritun“ (Signature):undirskrift 3.png
  4. Hér er hægt að setja inn nýja undirskrift eða fjarlæga. Hakið við „Undirritun fyrir hvern reikning“ ef undirskriftin á að vera mismunandi milli netfanga (persónulegs og vinnu t.d). Smellið á hakið uppi í hægra horninu þegar undirskriftin er tilbúin:undirskrift 4.png
iOS (iPhone og iPad)

Undirskriftin (e. signature) fer ekki sjálfkrafa úr Outlook í tölvunni þinni yfir í Outlook appið í símanum. Því þarf að setja undirskrift í öll þau tæki sem eru notuð. Hér er sýnt hvernig útbýrð undirskrift er útbúin í Outlook fyrir iPhone og iPad.

  1. Opnið Outlook í tækinu. Veljið myndina eða táknið uppi í vinstra horninu:undirskrift1.jpg
  2. Veljið tannhjólið niðri til vinstri:undirskrift2.jpeg
  3. Veljið nú „Signature“ í listanum:undirskrift3.jpg
  4. Smellið á sjálfgefnu undirskriftina:undirskrift4.jpg
  5. Skrifið inn undirskriftina. Hægt er að afrita undirskriftina úr pósti sem hefur verið sendur úr tölvu:undirskrift5.jpg
Vefur

Hér er sýnt hvernig undirskrift (e. signature) er útbúin í Outlook í vafra.

  1. Opnið outlook.hi.is í vafra.
  2. Smellið á tannhjólið ⚙️ uppi í hægra horninu.
    • Hægt er að bæta við mynd með því að smella á myndatakkann. 
    • Merkið í „Setja undirskrift mína sjálfkrafa inn í ný skeyti sem ég bý til" (Automatically include my signature on new messages that I compose) ef undirskriftin á bætast við nýjan póst sjálkrafa.
    • Merkið í „Setja undirskrift mína sjálfkrafa inn í skeyti sem ég framsendi eða svara" (automatically include my signature on messages I forward or reply to) ef undirskriftin á að birtast í svörum (Reply) eða áframsendingum. Smellið  á „Póstur“ (Email) og svo „Skrifa og svara“ (Compose and reply). Sláið inn undirskriftina og breytið letri og stærð eftir smekk.undirskrift vefur.png
  3. Þegar undirskriftin er tilbúin þarf aðeins að smella á „Vista“ (Save) neðst:

Frekari upplýsingar og aðstoð

Tölvuþjónustan Háskólatorgi
mán-fim 08:30-16:00
fös 08:30-15:00
hjalp@hi.is
525-4222

Var þessi grein gagnleg?
0 af 0 fannst þessi grein gagnleg