Hér má sjá hvernig viðburður er útbúin í Outlook. Fundarbókun og viðburðaskráning er mjög svipað ferli nema viðburðir eru ætlaðir fyrir áminningar.
Windows
Til að bæta við nýjum viðburði í dagbókina sem er bara ætlaður sem áminning en ekki sem fundur skal smella á „Nýtt erindi“ (New Appointment).
- Nefnið viðburðinn í „Titill“ (Subject), setjið inn staðsetningu (Location), veljið svo dagsetningu og tíma fyrir viðburðinn. Þú getur svo valið að setja frekari skýringu þar fyrir neðan.
- Þú getur breytt því hvernig aðrir sjá þig undir „Sýna sem:“ (Show as), en sjálfkrafa ert þú með stillinguna á „Upptekin(n)“ (busy) þar sem viðburður er í dagbókinni.
- Þegar viðburðinn er eins og þú vilt hafa hann smelltu þá á „Vista og loka" (Save & Close) og þá birtist viðburðurinn í dagbókinni þinni:
MacOS
- Smellið á 'Calendar' flipann og því næst 'New Event':
- Nefnið viðburðinn í „Titill“ (Subject), setjið inn staðsetningu (Location), veljið svo dagsetningu og tíma fyrir viðburðinn. Þú getur svo valið að setja frekari skýringu þar fyrir neðan.
- Þú getur breytt því hvernig aðrir sjá þig undir „Sýna sem:“ (Show as), en sjálfkrafa ert þú með stillinguna á „Upptekin(n)“ (busy) þar sem viðburður er í dagbókinni.
- Þegar viðburðinn er eins og þú vilt hafa hann smelltu þá á „Save" og þá birtist viðburðurinn í dagbókinni þinni:
iOS Outlook (iPhone og iPad)
- Veljið dagbókaríkonið neðst á skjánum til hægri:
- Veljið „New Event":
- Veljið titil fyrir viðburðinn. Veljið tímann og daginn. Hægt er að bæta fólki við á viðburðinn en þá verður hann að fundi. Þegar viðburðurinn er tilbúinn þá er smellt á hakið uppi í hægra horninu til að vista:
Android
- Veljið dagbókarmerkið neðst. Til að bæta við viðburði velur þú plúsinn niðri í hægra horninu:
- Veljið titil fyrir viðburðinn ásamt tíma og dagsetningu. Hægt er að bæta fólki við á viðburðinn en þá verður hann að fundi. Þegar viðburðurinn er tilbúinn er smellt á hakið uppi í hægra horninu til að vista:
Vefur
- Veljið dagatalið. Smellið á „Ný færsla“ (New) og „Viðburður“ (Event):
- Gefið viðburðinum nafn. Setjið inn dagsetningu og tíma fyrir viðburðinn. hægt er að bæta við frekari lýsingu í stóra reitinn eða bætt við viðhengi fyrir neðan í „Hengja við“ (Attach).
- Ef notendum eða fundarherbergi er bætt við þá breytist viðburðurinn í fund:
- Þegar viðburðurinn er tilbúinn þá er smellt á „Vista“ (Save) uppi í vinstra horninu.
Nú birtist viðburðurinn í dagbókinni þinni.
Frekari upplýsingar og aðstoð
Tölvuþjónustan Háskólatorgi
mán-fim 08:30-16:00
fös 08:30-15:00
hjalp@hi.is
525-4222