Greinar um þetta efni

SPSS í sýndarvél

Fræðasvið innan HÍ hafa gert samning um aðgang að sýndarvélum sem gefa starfsmönnum og nemendum aðgang að SPSS í gegnum sýndarvél. 

Til að fá aðgang að SPSS:

  • Starfsfólk snýr sér til rekstrarstjóra síns fræðasviðs
  • Nemendur fá leyfi gegnum kennara námskeiðs þar sem nota þarf SPSS 

Upplýsingatæknisvið breytir aðgöngum að SPSS sýndarvél eingöngu að beiðni viðkomandi sviðs.

SPSS verður ekki lengur í boði í tölvuverum nema fyrir þá sem fengið hafa aðgang að SPSS í gegnum sýndarvél.

Það er mjög mikilvægt að notendur visti öll gögn á OneDrive annars glatast þau. Þegar tengst er sýndarvél þá þarf að byrja á því að opna onedrive og skrá sig inn.

Uppsetning á SPSS fjartengingu.

Aðeins eftir að viðkomandi deild/svið hefur gefið viðkomandi aðgang er hægt að setja upp fjartengingu við sýndarvél.

Um er að ræða takmarkað magn samtímaleyfa og því komast ekki allir að á sama tíma, sýnið tillitssemi og skráið ykkur út af SPSS þegar þið eruð hætt að nota það

Windows
  1. Náið í "Windows App" í gegnum Microsoft Store og opnið það.
  2. Skráið ykkur inn í forritið með HÍ netfanginu (sama og er notað í Uglu):SPSS Windows 1b.png
  3. Smellið á "Connect" við "Skjáborð fyrir SPSS":SPSS windows 3.png
  4. Smellið á "Fleiri valkostir" (More choices) og "Nota annan reikning" (Use different account) ef HÍ reikningurinn er ekki sjálfgefin, skráið ykkur inn með HÍ netfanginu og Uglu lykilorðinu, pin, fingrafar og slíkt virkar ekki. Hakið í "Muna eftir mér" (Remember me) og að lokum á "Í lagi" (OK):SPSS Windows 2isl.png
  5. Opnið síðan OneDrive á skjáborðinu og skráið ykkur inn. Mikilvægt er að geyma öll skjöl á OneDrive annars glatast þau:SPSS OneDrive 1.png
  6. Skráið ykkur út af SPSS þegar þið eruð hætt að nota það:SPSS Windows 5isl.png
MacOS
  1. Náið í "Windows App" frá Microsoft í gegnum App Store og opnið það.
  2. Gefið SPSS aðgang að hljóðnema, myndavél og netinu:SPSS MacOS 1.png
  3. Smellið á plúsinn og veljið "Add Workspace":SPSS MacOS 2.png
  4. Afritið þetta URL: https://rdweb.wvd.microsoft.com/api/arm/feeddiscovery og límið í reitinn. Veljið svo "Add":SPSS macos 6.png
  5. Skráið ykkur inn með HÍ netfangi og lykilorði (sama og er notað í Uglu):SPSS Windows 1b.png
  6. Smellið á "Skjáborð fyrir SPSS." Athugið að hafa Devices flipann valinn ef hann er það ekki nú þegar:SPSS macos 8.png
  7. Sláið inn HÍ netfang í "Username" reitinn og lykilorð í "Password". Veljið svo "Continue":SPSS macos 9.png
  8. Opnið síðan OneDrive á skjáborðinu og skráið ykkur inn. Mikilvægt er að geyma öll skjöl á OneDrive annars glatast þau:SPSS OneDrive 1.png
  9. Skráið ykkur út af SPSS þegar þið eruð hætt að nota það:SPSS Windows 5isl.png

Sýndarvél á mörgum skjám

Það er hægt að láta sýndarvélina birtast á mörgum skjáum samtímis, hér er sýnt hvernig það er gert fyrir SPSS skjáborðið:

Stilla Windows app fyrir marga skjái
  1. Opnið Windows App. Smellið á þrí-punktin hjá "Skjáborð fyrir SPSS" og smellið á "Settings":SPSS multi 1.png
  2. Hægra megin birtast stillingar. Stillið "Use default settings" á "Off". Í "Display configuration" felliglugganum veljið "All displays" ef sýndarvélin á að ná yfir alla skjáina. Veljið "Select displays" ef það á að velja hvaða skjái það nær yfir.SPSS multi 2.png
  3. Ef valið er "Select displays" þá er hægt að velja þá skjái sem sýndarvélin birtist á.SPSS multi 3.png

Algeng vandamál við fjartengingu við SPSS sýndarvél

"It looks like your system administrator hasn’t set up any resources for [netfang]"

Athugið hvort þið eru innskráð inn í Windows App með réttum notanda.

Þessi skilaboð birtast vegna þess að þú hefur ekki aðgang að SPSS, þú verður að tala við sviðsskrifstofu til þess að fá aðgang.

"We couldn't connect because there are currently no available resources"

Þessi skilaboð birtast vegna þess að það eru engar sýndarvélar lausar.

Ef þú getur ekki tengst innan 2 klukkustunda hafðu þá samband við Upplýsingatæknisvið.

"The system administrator has restricted the times during which you may log in"

Þessi skilaboð birtast vegna þess að þú ert brautskráður og hefur þar af leiðandi ekki aðgang að þessari þjónustu, ef þú vinnur fyrir skólann láttu þá yfirmann þinn stofna nýtt notandanafn.

Gögnin mín eru horfin

Það er mjög mikilvægt að vista öll gögn inn á OneDrive annars glatast þau.

Við mælum með því að byrja á því að gá hvort onedrive sé ekki örugglega kveikt.

SPSS leyfið er útrunnið

Hægt er að nota SPSS allt að einum mánuði eftir að það rennur út. Eftir þann tíma endurnýjast leyfið sjálkrafa.

Frekari upplýsingar og aðstoð

Tölvuþjónustan Háskólatorgi
mán-fim 08:30-16:00
fös 08:30-15:00
hjalp@hi.is
525-4222

Var þessi grein gagnleg?
0 af 0 fannst þessi grein gagnleg