Greinar um þetta efni

Uppsetning á OneDrive

Allir notendur HÍ fá aðgang að Onedrive gagnageymslu Microsoft 365. Plássið sem hver og einn fær er 1TB (1.000 GB).

OneDrive fylgir ef Microsoft 365 pakkinn er sóttur. Einnig er hægt að sækja OneDrive beint af heimasíðu Microsoft eða í gegnum Apple MacOS App Store.

Hægt er að skoða OneDrive á vefnum á onedrive.hi.is.

Windows
  1. Opnið OneDrive á tölvunni. Hægt er að leita að því með því að smella á upphafsvalmynd (Windows merkið) og skrifa "OneDrive":Uppsetning 1.png
  2. Skráið ykkur inn með HÍ netfangi (sama og er notað Í Uglu):Uppsetning 2.png
  3. Hér er hægt að velja hvar OneDrive mappan er geymd. Smellið á "Áfram" nokkrum sinnum:Uppsetning 3.png
  4. Hér er valið hvort afrita eigi gögn sjálfkrafa í skýið af möppum (eins og skjáborð). Veljið hvort og þá hvaða möppu þið viljið afrita í skýið og haldið svo áfram:Uppsetning 4.png
  5. Smellið á "Seinna" við beðni um uppsetningu á farsímaforritinu:Uppsetning 5.png
  6. Smellið á „Opna OneDrive möppuna mína“ (Open my OneDrive folder) til þess að ljúka uppsetningunni:Uppsetning 6.png
  7. Nú opnast OneDrive svæðið. Vinstra megin í skráarvafranum birtist svæði fyrir OneDrive möppuna sem hægt er að vinna með eins og hvern annan harðan disk eða möppu:Uppsetning 7.png

Allt sem er sett hér undir er nú einnig aðgengilegt á netinu og öðrum vélum sem eru með OneDrive uppsett.

Einnig er hægt að opna Onedrive með því að smella á OneDrive íkonið sem er niðri í hægra horninu og "Opna möppu" (Open Folder):Uppsetning 8.png

MacOS
  1. Smellið á OneDrive í Applications möppunni eða notið Finder til að finna það:OneDrive1.jpg
  2. Uppi í hægra horninu á skjánum birtist tákn „OneDrive“, ský. Smellið á það og þá birtist glugginn „Set up OneDrive“. Þar skrifið þið HÍ netfangið og smellið á „Sign in“.OneDrive2.jpg
  3. Hér er valið staðsetning fyrir OneDrive möppuna. Hér munu öll þau skjöl sem eru geymd í skýinu vera. „Documents“ mappan er sjálfvalin, hægt er að breyta því með „Change Location" og velja nýja möppu og/eða smella á „Next":OneDrive3.jpg
  4. Næst koma nokkrir gluggar með kynningu á OneDrive. Smellið á „Next“ í hverjum glugga til að halda áfram:Untitled.jpeg
  5. Smellið á "Later" við beðni um uppsetningu á farsímaforritinu:OneDrive4.jpg
  6. Þá er OneDrive tilbúið. Smellið á "Open OneDrive folder" til að staðsetja möppuna. Nafnið á möppunni er „OneDrive - Menntaský“.OneDrive6.jpg
Android og iOS (iPhone & iPad)
  1. Leitið að "Microsoft 365" í gegnum Play Store (Android) eða App Store (iPhone & iPad), og smellið á "Install" eða "Get".
  2. Þegar tækið er búið að hlaða niður appinu þá skal keyra það.
  3. Skráið ykkur inn í appið með HÍ netfangi.

Word, Excel, PowerPoint og Onedrive er allt byggt inn í Microsoft 365 appið en einnig er til sér OneDrive app sem hægt er að ná í gegnum Play Store (Android) eða App Store (iPhone & iPad).

Further information and assistance

IT Help Desk University Centre (Háskólatorg)
Mon-Thu 08:30-16:00
Fri 08:30-15:00
help@hi.is
525-4222

Var þessi grein gagnleg?
0 af 0 fannst þessi grein gagnleg