HÍ hefur gert samning fyrir alla notendur HÍ um aðgang að forritinu ChemDraw sem er notað í efnafræði til að teikna efnasambönd.
- Opnaðu síðuna hjá Chemdraw og leitaðu að "University of Iceland".
- Smelltu svo á "Register" undir "Register to download the latest version of ChemDraw":
- Næst þarf að fylla út umsóknarformið og skrá HÍ netfangið í reitinn fyrir Email Address:
- Eftir þetta færðu tölvupóst frá PerkinElmer með hlekk til þess að klára að virkja aðganginn. Opnaðu hlekkinn og veldu lykilorð fyrir aðganginn.
- Þegar þú hefur valið lykilorð geturðu skráð þig inn á síðuna og sótt forritið. Þar finnurðu líka upplýsingar um leyfiskóðann þinn (activation code) ef þú þarft að slá hann inn.
Frekari upplýsingar og aðstoð
Tölvuþjónustan Háskólatorgi
mán-fim 08:30-16:00
fös 08:30-15:00
hjalp@hi.is
525-4222