Nemendur og starfsfólk Háskóla Íslands geta fengið aðgang að ArcGIS Online og ArcGIS Pro fyrir Windows.
ArcGIS er notað til að vinna og greina landfræðilegar upplýsingar.
Uppsetning og aðgangur
Nota þarf ArcGIS Online aðgang til að ná í og virkja ArcGIS Pro. Ef notandinn hefur ekki fengið ArcGIS Online aðgang þá skal hafa samband við leiðbeinenda námskeiðsins.
- Opnið ArcGIS Online og skráið ykkur inn með notandanafninu sem ykkur var úthlutað.
- Smellið á prófíl myndina uppi í hægra horninu og opnið "My settings":
- Smellið á "Licenses" og náið svo í ArcGIS Pro:
- Keyrið ArcGIS Pro skrána. Veljið staðsetningu fyrir uppsetningar skrána eða/og smellið á "Next":
- Hafið hakað við "launch the setup program" og smellið á "Close":
- Smellið hér á "Next":
- Smellið hér aftur á "Next":
- Samþykkið skilmálana og smellið á "Next":
- Hafið hakað við "Anyone who uses this computer (All users)" og smellið á "Next":
Sumir notendur hafa lent í vandamálum þegar "Only for me" var valið.
- Hér er sjálfvalið hvar ArcGIS Pro er vistað, smellið á "Next":
- Smellið á "Install":
- Hafið hakað við "Run ArcGIS Pro now" og smellið á "Finish":
- Þegar ArcGIS opnast í fyrsta skipti þá kemur þessi gluggi. Skráið ykkur inn með þeim auðkennum sem ykkur var gefið:
- Nú á ArcGIS Pro að vera virkt.
Ekki þarf lengur að endurnýja leyfið þar sem innskráninginn sér um það sjálfkrafa hér eftir.
Endurnýja leyfi
Nota þarf ArcGIS Online aðgang til virkja ArcGIS Pro. Ef notandinn hefur ekki fengið ArcGIS Online aðgang þá skal hafa samband við leiðbeinenda námskeiðsins.
- Opnið "Settings" inn í ArcGIS Pro. Smellið á "Licensing" flipann og veljið "Configure your licensing options":
- Veljið "Named user License“. Hafið hakað við "ArcGIS Online" og smellið á Ok:
- Þið gætuð verið beðin um að skrá ykkur inn á ArcGIS Online en einnig getur verið að ykkur sé hleypt beint í gegn.
Nú á leyfið að vera virkt. Ekki þarf lengur að endurnýja leyfið þar sem innskráningin sér um það sjálfkrafa hér eftir.
Frekari upplýsingar og aðstoð
Tölvuþjónustan Háskólatorgi
mán-fös 08:00-16:00
Þjónustugátt UTS
hjalp@hi.is
525-4222