Nemendur og starfsfólk við Háskóla Íslands hafa aðgang að EndNote hugbúnaðinum fyrir Windows og MacOS stýrikerfin. EndNote er sótt í gegnum Uglu. Vinsamlegast athugið að hugbúnaðurinn er ekki ætlaður til dreifingar.
Það er mikilvægt að uppfæra EndNote strax að uppsetningu lokinni svo það birtist í Word.
Vinsamlegast hafið eftirfarandi í huga:
Windows
Notendur þurf að opna "Niðurhal" (Downloads) möppuna. Ekki opna EndNote möppuna. Hægri smella á EndNote möppuna og afþjappa hana með því að smella á "Draga allt út" (Extract All) annars mun Endnote ekki geta lesið leyfislykilinn:
MacOS
Að uppsetningu lokinni þarf að opna forritið, velja "File" → "New" og þá mun EndNote viðmótið birtast:
Íslenski APA 7 staðallinn
Upplýsingar um Íslenska APA staðallinn má finna á vef Leiðarvísis.
Frekari upplýsingar og aðstoð
Tölvuþjónustan Háskólatorgi
mán-fim 08:30-16:00
fös 08:30-15:00
hjalp@hi.is
525-4222