Greinar um þetta efni

AutoDesk

AutoDesk hugbúnaður er í boði fyrir starfsfólk og nemendur HÍ. Hugbúnaðurinn inniheldur AutoCAD, Maya, Revit, Fusion 360, Civil 3D og fleiri sem nýtast í hönnun og verkfræði. Leyfið gildir í eitt ár en er hægt að endurnýja að ári liðnu.

  1. Opnið Education vefsíðu Autodesk og smellið á "Get started":autodesk 1.png
  2. Veljið ykkar stöðu innan HÍ:autodesk 2.png
  3. Stofnið aðgang með HÍ netfanginu ykkar og veljið lykilorð fyrir aðganginn:autodesk 3.png
  4. Staðfestið aðgangsupplýsingarnar í gegnum tölvupóst:autodesk 4.png
  5. Opnið aftur Education vefsíðu Autodesk og veljið hugbúnaðinn sem þið viljið nota með því að smella á "Get started". Í þessu sýnidæmi vel ég AutoCAD:autodesk 5.png
  6. Hér þarf að fylla út upplýsingar. Veljið "Háskóli Íslands" undir stofnun: autodesk 6.png
  7. Nú er búið að staðfesta aðganginn:autodesk 7.png
  8. Ef þið opnið aftur Education vefsíðu Autodesk þá eigið þið að geta byrjað að ná í hugbúnaðinn og setja hann upp með því að smella á Install:autodesk 8.png
  9. Hér fáið þið upp leyfislykillinn fyrir forritið. Lykillinn er einnig sendur á netfangið ykkar:autodesk 9.png
  10. Að uppsetningu lokinni þá skal opna forritið og virkja það með því að smella á "Enter a serial number"autodesk 10.png
  11. Hér sláið þið inn leyfislykillinn úr skrefi 9 og smellið á next:autodesk 11.png
  12. Skráið ykkur inn með HÍ netfanginu og lykilorðinu sem þið völduð í skrefi 3:autodesk 12.png
  13. Hér veljið þið "An Individual" undir "This product will be registered to", fyllið inn nauðsynlegar upplýsingar og staðfestið síðan heimilisfangið í næsta skrefi:autodesk 13.png
  14. Þegar þessi skjár kemur upp þá er forritið virkjað:autodesk 14.png

Frekari upplýsingar og aðstoð

Tölvuþjónustan Háskólatorgi
mán-fim 08:30-16:00
fös 08:30-15:00
hjalp@hi.is
525-4222

Var þessi grein gagnleg?
0 af 0 fannst þessi grein gagnleg