Gestanám er nám sem er stundað utan heimaskóla í öðrum opinberum háskóla. Nemandi getur skráð sig í einstök námskeið þar, að því gefnu að námskeiðin nýtist honum til lokaprófs í sínum skóla. Með þessu eykst aðgangur nemenda að fjölbreyttu námi og námskeiðum.
Almennt er miðað við að nemandi hafi lokið einu ári í grunnnámi í heimaskóla áður en hann getur sótt um að gerast gestanemandi.
Báðir skólar þurfa að samþykkja umsókn nemanda um gestanám en aðeins þarf að greiða skrásetningargjald í heimaskólanum.
Hægt er að lesa nánar um gestanám í kennsluskrá þar sem einnig er hlekkur til að sækja um.