Greinar um þetta efni

Tenging við aðrar dagbækur

Hægt er að sækja aðrar dagbækur og birta í Outlook. Notast er við ical slóð sem hægt er að finna í flestum dagbókarforritum.

Í flestum tilvikum er aðeins hægt að sýna (lesaðgangur) google dagbækur í Outlook en ekki hægt að búa til viðburð í Outlook sem síðar er hægt að breyta í google og öfugt.

Google dagbók sett inn í Outlook - Windows

Hér verður farið í hvernig hægt er að bæta Google dagbókinni inn í Outlook. Á sama máta er hægt að setja aðrar dagbækur inn, með því að finna iCal slóðina að viðkomandi dagbók og setja inn á sama hátt.

  1. Opnið Google Calendar:
  2. Smellið á punktana þrjá fyrir aftan dagbókina sem flutt verður yfir í Outlook og veljið „Settings and sharing“:import outlook from google 1.png
  3. Veljið „Integrate calendar“ og afritið „Secret address in iCal format“:import outlook from google 2.png
  4. Opnið Outlook. Smellið á „File“ flipann:
  5. Smellið á „Reikningsstillingar“ (Account settings) og svo aftur á „Reikningsstillingar“ (Account settings):outlook vesen 2.png
  6. Nú opnast gluggi. Smellið á „Internet Calendars“ og svo „New“:
  7. Hér er slóðin sem var afrituð í skrefi 3 sett inn. Límið slóðina í reitinn og smellið á „Add“:import outlook from google 4.png
  8. Gefið dagbókinni nafn undir „Folder Name“ og smellið á „OK“:import outlook from google 5.png
  9. Þá er dagbókin komin inn. Dagbækurnar birtast hlið við hlið ef hakað er við örina fyrir framan nafnið á dagbókinni:import outlook from google 6.png

Þetta er svo hægt að endurtaka fyrir allar þær dagbækur sem þú vilt fá inn í Outlook.

iCal (google) dagbók sett inn í Outlook - MacOS og iOS
Til að tengja iCal dagatal, eins og google,  við Outlook í MacOS og iOS er best að gera það í vefviðmótinu. Sjá: "iCal (google) dagbók sett inn í Outlook á vefnum"
Google dagbók sett inn í Outlook - Android

Til að tengja iCal dagbók eins og Google við Outlook í Android þá er hægt að gera það í vafra fyrir hverja dagbók í einu eins og sýnt er að neðan ("iCal (google) dagbók sett inn í Outlook á Vefnum") og þannig bæta þeim við í öllum öðrum tækjum.

En einnig er hægt að bæta við Google reikningnum beint inn í Outlook í Android og þannig fá bæði aðgengi að gmail og Google calendar inn í Outlook.

iCal (google) dagbók sett inn í Outlook á vefnum

Hér verður farið í hvernig hægt er að bæta Google dagbókinni inn í Outlook. Á sama máta er hægt að setja aðrar dagbækur inn, með því að finna iCal slóðina að viðkomandi dagbók og setja inn á sama hátt.

  1. Opnið Google Calendar:
  2. Smellið á punktana þrjá fyrir aftan dagbókina sem flutt verður yfir í Outlook og veljið „Settings and sharing“:import outlook from google 1.png
  3. Veljið „Integrate calendar“ og afritið „Secret address in iCal format“:import outlook from google 2.png
  4. Opnið outlook.hi.is og skráið ykkur inn með HÍ netfangi og lykilorði.
  5. Smellið á dagbókaríkonið neðarlega til vinstri. Smellið á „Bæta dagbók við“ (Add calendar):web 1.png
  6. Undir "Gerast áskrifandi á vefnum" (Subscribe from web) skal gera eftirfarandi:
    • Límið slóðina úr skrefi 3 og smellið á flytja inn.
    • Gefið dagatalinu nafn í „Heiti dagbókar“ (Calendar name).
    • Hægt er að velja lit og tákn fyrir dagatalið.
    • Veljið undir hverju dagatalið birtist.
    • Smellið að lokum á „Import“ þá ætti Google dagatalið að birtast í vafranum. Athugaðu að mögulega er ekki hægt að bæta við nýjum viðburðum úr Outlook inn í Google dagatalið og dagatalið getur verið nokkuð lengi að samstillast:web 2.png

Frekari upplýsingar og aðstoð

Tölvuþjónustan Háskólatorgi
mán-fim 08:30-16:00
fös 08:30-15:00
hjalp@hi.is
525-4222

Var þessi grein gagnleg?
0 af 0 fannst þessi grein gagnleg