Greinar um þetta efni

Áframsending á nýjum tölvupósti á annað netfang

Leiðbeiningar fyrir starfsfólk

Samkvæmt Vinnureglum Persónuverndar um meðferð tölvupósts og netnotkun er starfsfólki óheimilt að áframsenda tölvupóst.

Leiðbeiningar fyrir nemendur

Mjög mikilvægt er að hafa virkt HÍ netfang. Ekki eru þó allir sem vilja hafa mörg netföng í gangi í einu og/eða vilja ekki skrá sig inn á HÍ póstinn á hverjum degi. Það er því í boði fyrir nemendur að láta áframsenda allan póst sem berst á HÍ netfangið yfir í eitthvað annað netfang eins og t.d. gmail.

Einfaldast er að setja þessa reglu á vefnum og því mælum við með því að það sé gert þar þó svo að venjulega notist þú við Outlook í tölvu eða síma. Svona er áframsending sett á:

  1. Opnaðu vafra og farðu inn á outlook.hi.is
  2. Smelltu á tannhjólið ⚙️ uppi í hægra horni.
  3. Smelltu þar á „Póstur“ (Email) og svo „Framsending“ (Forwarding).
  4. Hakaðu í „Gera framsendingu virka“ (Enable forwarding) og skrifaðu netfangið sem þú vilt áframsenda á. Ef þú vilt halda eftir afriti í HÍ pósthólfinu þínu, hakaðu þá í „Halda eftir afriti af framsendum skeytum“ (Keep a copy of forwarded messages).
    Smelltu svo á „Vista“ (Save) í hægra horninu:áframsending 2 klárað.png

Frekari upplýsingar og aðstoð

Tölvuþjónustan Háskólatorgi
mán-fim 08:30-16:00
fös 08:30-15:00
hjalp@hi.is
525-4222

Var þessi grein gagnleg?
0 af 0 fannst þessi grein gagnleg