Greinar um þetta efni

Mætingaskylda í tíma

Mismunandi er eftir námsskeiðum hvort mætingaskylda í tíma gildi, og er því best að lesa vel yfir kennsluáætlun hvers námskeiðs. Kennsluáætlun er að finna á vef hvers námskeiðs í námsumsjónarkerfinu Canvas. Í kennsluáætlun er oftast að finna upplýsingar um lesefni og námsmat námskeiðsins og einnig hvort mætingarskylda í tíma námskeiðsins.

Meginreglan er að tímasókn er frjáls. Þó er oft gerð krafa um tímasókn í námskeiðum þar sem kennslan byggist að hluta á framlagi nemenda, s.s. umræðu- og verkefnatímum. Sé mætingaskylda í námskeiði er það merkt í yfirliti námsins í kennsluskrá og einnig í námskeiðalýsingu námskeiðsins í kennsluskránni.

Hvað ef ég missi úr tíma til dæmis vegna veikinda?

Ef um er að ræða námskeið þar sem er skyldumæting er ráðlegt að hafa sambandi við kennara námskeiðsins. Nafn kennara og samskiptaupplýsingar finnur þú á vef námskeiðsins í Canvas. Slök tímasókn getur leitt til þess að þú missir próftökurétt.

Hvað ef ég veikist þegar próf er haldið?

Vinsamlegast athugaðu síðuna Sjúkrapróf ef um lokapróf er að ræða.

Vegna hlutaprófa geta deidir farið fram á að læknisvottorði sé skilað og er þeim skilað til skrifstofu deildar eða viðkomandi kennara.

Var þessi grein gagnleg?
0 af 0 fannst þessi grein gagnleg