Zoom er fjarfundarkerfi en við mælum þó eindregið með því að notendur nýti sér frekar Teams fyrir fjarfundi. En Zoom er samskonar hugbúnaður sem margir velja frekar að nýta sér.
- Í ókeypis aðgangi að Zoom er hægt að vera með 100 manna fundi í hámark 40 mínútur pr. fund.
- Aðgangurinn leyfir ótakmarkað marga fundi og upptökur sem vistast á tölvu.
- Kennarar og starfsmenn við Háskóla Íslands geta fengið Education leyfi frá UTS í gegnum Þjónustugátt UTS. Það þýðir að kennarar geta boðið upp á kennslustofu í Zoom með allt að 300 þátttakendum í ótakmarkan tíma. Val er um að nota Zoom skýið fyrir 500 MB upptökur eða vista þær á tölvu.
- Á Canvas er að finna ýmsar leiðbeiningar fyrir Zoom, bæði fyrir kennara og nemendur: Zoom kennslustofa á netinu.
- Hægt er að hlaða niður eigin upptöku af vef zoom. Smellið á þrí-punktinn og "Download".
Uppsetning á Zoom
Hægt er að sækja Zoom af síðunni þeirra og setja það upp. Zoom mun birtast undir "niðurhal" (downloads).
Virkja lengra Zoom leyfi
- Þegar búið er að bæta Zoom leyfi á ykkur fáið þið póst frá Zoom með „Activate Your Zoom Account“ takka sem þið þurfið að smella á til að fá aðgang að Zoom:
- Ýttu á Sign Up with a Password. Ef þú hefur þegar búið til reikning með sama netfangið færðu strax innskráningarglugga og getur skráð þig inn:
- Þú þarft að fylla út nafn og búa þér til lykilorð fyrir Zoom og ýta svo á continue:
Tengja Outlook dagatal við Zoom
Það er einfalt að tengja Outlook dagatalið við Zoom.
Smellið á "Scheduler" flipann og svo "Connect" við "Outlook Calendar". Skráið ykkur svo inn á notendanafnið ykkar:
Frekari upplýsingar og aðstoð
Tölvuþjónustan Háskólatorgi
mán-fim 08:30-16:00
fös 08:30-15:00
hjalp@hi.is
525-4222