Nemendur geta sótt um að taka próf á öðrum stað en innan háskólans, t.d. vegna dvalar erlendis, og verða þá sjálfir að útvega próftökustað og umsjónaraðila.
Próftökustaður skal vera háskóli eða sendiráð/ræðismaður. Einnig geta nemendur, hvort heldur í stað- eða fjarnámi, sótt um að taka próf utan háskólans á prófstöðum sem eru einnig símenntunarmiðstöðvar.
Hægt er að lesa nánar um fjarpróf og prófstaði í Uglu.