Í prófstofum gilda prófreglur sem nemendur verða að kynna sér og fylgja.
Próftöflur
- Próftöflur eru birtar í lok september fyrir haustönn og í lok janúar fyrir vorönn. Þú finnur þína próftöflu í Uglan mín ->Námskeiðin mín->Próftaflan mín
Dæmi um próftöflu: - Próftöflur Háskóla Íslands er að finna í Uglu.
- Próftafla fyrir sjúkra- og endurtökupróf, sem haldin eru eftir lok almennra prófatímabila í desember og maí, er birt eins fljótt og auðið er.
Skráning í próf
- Nemandi verður að vera skráður í námskeið til að geta tekið próf.
- Ef nemandi er ekki skráður kemur nafn hans ekki fram á próflista.
Prófstaðir og sætaskipan
- Upplýsingar um prófstaði á próftímabilum eru birtar á stofutöflu í Próftaflan mín í Uglu.
- Próf eru haldin í ýmsum byggingum Háskólans. Á síðunni Háskólabyggingar má finna yfirlitsmynd af byggingu þar sem hægt er að sjá nákvæmar staðsetningar á stofum hverrar byggingar fyrir sig.
- Nemendum er skipað í sæti í prófstofum eftir númerum sem birtast hverjum og einum í próftöflunni í Uglu daginn fyrir próf.
- Einnig eru listar með sætaskipan hengdar upp á prófstað.
- Enginn má taka próf á öðrum stað en þeim sem honum hefur verið úthlutaður fyrirfram.
Tímamörk og reglur á prófdegi
- Mikilvægt er að fylgjast vel með auglýsingum um skipan í prófstofur og að mæta tímanlega á prófstað á prófdegi.
- Á fyrsta þriðjungi próftímans mega nemendur ekki yfirgefa prófstaðinn.
- Framvísa þarf persónuskilríkjum á prófstað. Hægt er að notast við rafræn skilríki við inngang í prófstofu.
Fjarpróf eru í boði ef nemandi af einhverjum ástæðum getur ekki mætt í próf á prófstað.