Próftímabil geta valdið miklu álagi fyrir nemendur. Nemendum standa til boða nokkur úrræði innan háskólans til aðstoðar til dæmis vegna námsörðugleika eða prófkvíða.
Námsráðgjöf
Náms- og starfsráðgjafar Háskóla Íslands bjóða nemendum upp á ráðgjöf og aðstoð við nám. Bætt vinnubrögð og árangursrík námstækni geta dregið úr álagi í námi og á próftímabilum og komið í veg fyrir streitu og kvíða.
Ef þú telur þig þurfa á aðstoð að halda í námi, hvers eðlis sem hún er, þá getur þú bókað viðtal hjá námsráðgjafa. NHÍ býður einnig upp á fróðlegt efni í tengslum við námsvenjur og prófundirpúning, þar á meðal örfyrirlestur um Undirbúning fyrir próf.
Lengdur próftími
Til að fá lengdan próftíma, hvort sem það er vegna prófkvíða eða annarra áskoranna, þurfa nemendur að gera um það sérstakan samning. Sjá Úrræði í námi.
Sálfræðiþjónusta
Nemendur sem vilja aðstoð við að vinna til dæmis úr prófkvíða geta bókað viðtal hjá Sálfræðiþjónustu HÍ með því að senda tölvupóst á salfraedingar@hi.is. Sálfræðiþjónustan heyrir undir Nemendaráðgjöf Háskóla Íslands (NHÍ) og er staðsett á 3. hæð Háskólatorgs.
Einnig er hægt að bóka sálfræðiráðgjöf hjá meistaranemum í klínískri sálfræði.