Greinar um þetta efni

Niðurstöður prófa

Hvað hafa kennarar langan tíma til að fara yfir próf?

Einkunnir eiga að hafa birst í síðasta lagi 2 vikum eftir hvert próf.

Lokaeinkunn

Lokaeinkunn birtist í Uglu en oft birtist hún áður í Canvas þar sem einnig má oftast sjá sundurliðun. Til að loknar einingar komi fram á yfirliti eða vottorði þarf einkunnin að vera komin í Uglu.

Prófsýningar

Hægt er að óska eftir prófsýningu innan 15 daga frá birtingu einkunnar, með því að hafa samband við kennara námskeiðsins.

Hvað er hægt að gera ef nemandi er ósáttur við niðurstöður prófs?

Teljir þú að brotið sé á rétti þínum varðandi kennslu, próf, námsmat, einkunnagjöf, mat á námsframvindu eða annað sem snýr að kennslu og prófum skaltu senda skriflegt erindi til deildarforseta.

Þú getur kynnt þér ferli kvartana og kærumála í Uglu. 

Var þessi grein gagnleg?
0 af 0 fannst þessi grein gagnleg